Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
   lau 18. mars 2023 16:29
Aksentije Milisic
Þýskaland: Leipzig ekki jafnað sig eftir niðurlæginguna gegn Man City

Spilað er í 25 umferðinni í þýsku úrvalsdeildinni í dag en fjórum leikjum var að ljúka.


RB Leipzig var niðurlægt af Manchester City í Meistaradeild Evrópu í miðri viku en leiknum lauk með 7-0 sigri City. Svo virðist sem að Leipzig hefur ekki jafnað sig á því afhroði en liðið tapaði í dag gegn fallbaráttuliði Bochum.

Schalke er í bullandi fallbaráttu en liðið náði í stig gegn Augsburg í dag. Schalke var einu marki undir en einum manni fleiri stóran hluta síðari hálfleiks. Liðið hefur þó verið að vakna til lífsins í deildinni að undanförnu og í dag náði það í stig í uppbótartíma þegar Bulter sýndi stáltaugar og skoraði af vítapunktinum.

Hoffenheim vann öruggan sigur á Hertha Berlin þar sem Króatinn Andrej Kramaric gerði tvennu en bæði mörkin komu af vítapunktinum í fyrri hálfleik.

Þá vann Wolfsburg góðan útisigur á Stuttgart. Dortmund og kvöld eigast við í lokaleik dagsins á eftir.

Hoffenheim 3 - 1 Hertha
1-0 Andrej Kramaric ('24 , víti)
2-0 Andrej Kramaric ('37 , víti)
3-0 Ihlas Bebou ('51 )
3-1 Stevan Jovetic ('90)
Rautt spjald: Munas Dabbur, Hoffenheim ('71)

Bochum 1 - 0 RB Leipzig
1-0 Erhan Masovic ('48 )

Augsburg 1 - 1 Schalke 04
1-0 Arne Maier ('51 )
1-1 M. Bulter - Víti ('90)
Rautt spjald: Ermedin Demirovic, Augsburg ('53)

Stuttgart 0 - 1 Wolfsburg
0-1 Omar Marmoush ('56 )


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Augsburg 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Leverkusen 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bayern 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Dortmund 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Gladbach 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Eintracht Frankfurt 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Freiburg 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Hamburger 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Heidenheim 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Hoffenheim 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Köln 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Mainz 0 0 0 0 0 0 0 0
13 RB Leipzig 0 0 0 0 0 0 0 0
14 St. Pauli 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Stuttgart 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Union Berlin 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
17 Werder 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
18 Wolfsburg 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner