Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. apríl 2021 12:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Kane mun sjá eftir því ef hann fer ekki - alveg eins og ég"
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Robbie Fowler, fyrrum framherji Manchester City, Liverpool og enska landsliðsins, skrifaði í dag skoðunarpistil á heimasíðu Mirror Football.

Fowler skrifar um sjálfan sig og ber sig saman við Harry Kane hjá Tottenham. Kane skoraði tvö mörk á föstudag og fór upp fyrir Fowler á markalista ensku úrvalsdeildarinnar.

Fowler er glaður að Kane tók fram úr sér varðandi eitt metið í deildinni. Kane er nú sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í deildinni án þess að vinna hana.

„Þetta étur mig ekkert að innan en ég hugsa alltaf um þetta...enn þann dag í dag! Mér fannst það aldrei minn réttur að vinna deildina, maður þarf alltaf að vinna fyrir sér það inn. En þó það kunni að hljóma heimskulega þar sem ég hef ekki spilað í mörg ár þá hugsa ég um ef og hefði, hvað hefði getað gerst," skrifaði Fowler.

Kane hefur skorað tuttugu mörk á fimm mismunandi tímabilum. Einungis Alan Shearer, Sergio Aguer og Thierry Henry náðu því afreki. „Þeir eru goðsagnir...og meistarar."

Fowler ber Kane saman við Roberto Firmino og segir Kane vera að sinna sama hlutverki nema hann sé betri í því. Hann veltir því fyrir sér hvort Kane gæti hjálpað Liverpool að ná Manchester City.

Fyrirsögn pistilsins er: „Harry Kane þarf að fara frá Tottenham til að vinna titla, annars mun hann sjá eftir því - alveg eins og ég."

Pistilinn má lesa með því að lesa hér.

Harry Kane verður 28 ára í sumar og er talað um að Manchester félögin, United og City, séu að íhuga tilboð í enska framherjann.

Markahæstir í sögu ensku deildarinnar:
1. Alan Shearer 260
2. Wayne Rooney 208
3. Andrew Cole 187
4. Sergio Aguero 181
5. Frank Lampard 177
6. Thierry Henry 175
7. Harry Kane 164
8. Robbie Fowler 163
9. Jermaine Defoe 162
10. Michael Owen 150
Athugasemdir
banner
banner