Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   fös 18. apríl 2025 16:46
Þorsteinn Haukur Harðarson
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég er mjög sáttur. Við komum vel stemmdir í þetta og skoruðum snemma. Það gerði okkur þetta aðeins auðveldara," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir 4-0 sigur gegn Haukum í Mjólkurbikarnum í dag. 


Lestu um leikinn: Selfoss 4 -  0 Haukar

"Það var líka gott fyrir okkur að halda hreinu. Það er svolítið stökk fyrir okkur að fara upp um deild. Við höfum verið að spila erfiða leiki á móti mjög erfiðum andstæðingum og gengið upp og niður á undirbúningstímabilinu. En það eru batamerki á þessu."

Þá ræddum við um 1.deildina sem byrjar um mánaðarmótin en þar eru Selfyssingar nýliðar í deildinni. "Það er yfirleitt þannig að liðum sem koma upp um deild er ekki spáð neitt sérstöku gengi. Við sáum hvað ÍR-ingarnir gerðu í fyrra, komust í Play offs og þetta er bara spurning um hvernig menn mæta til leiks."

Nokkuð er um meiðsli í liði Selfyssinga. Bjarni segir það horfa til betri vegar og að mögulega muni þeir styrkja liðið fyrir mót.

"Staðan á þeim er ágæt. Þeir verða klárir fyrir mót. Svo eigum við eftir að styrkja þetta aðeins."
 

Fréttaritari frétti af því að það væri spænskur framherji á leið til félagsins. "Það skýrist núna um helgina. "

Að lokum var Bjarni spurður um draumamótherja í næstu umferð bikarsins. 

"Það er alltaf gamli frasinn að fá bara heimaleik. En það var einhver sem benti á þá sturluðu staðreynd að við værum búnir að slá út tvö Hafnarfjarðarlið og það væri bara eitt eftir. Ætli við fáum ekki FH"


Athugasemdir
banner