Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
   fös 18. apríl 2025 16:46
Þorsteinn Haukur Harðarson
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég er mjög sáttur. Við komum vel stemmdir í þetta og skoruðum snemma. Það gerði okkur þetta aðeins auðveldara," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir 4-0 sigur gegn Haukum í Mjólkurbikarnum í dag. 


Lestu um leikinn: Selfoss 4 -  0 Haukar

"Það var líka gott fyrir okkur að halda hreinu. Það er svolítið stökk fyrir okkur að fara upp um deild. Við höfum verið að spila erfiða leiki á móti mjög erfiðum andstæðingum og gengið upp og niður á undirbúningstímabilinu. En það eru batamerki á þessu."

Þá ræddum við um 1.deildina sem byrjar um mánaðarmótin en þar eru Selfyssingar nýliðar í deildinni. "Það er yfirleitt þannig að liðum sem koma upp um deild er ekki spáð neitt sérstöku gengi. Við sáum hvað ÍR-ingarnir gerðu í fyrra, komust í Play offs og þetta er bara spurning um hvernig menn mæta til leiks."

Nokkuð er um meiðsli í liði Selfyssinga. Bjarni segir það horfa til betri vegar og að mögulega muni þeir styrkja liðið fyrir mót.

"Staðan á þeim er ágæt. Þeir verða klárir fyrir mót. Svo eigum við eftir að styrkja þetta aðeins."
 

Fréttaritari frétti af því að það væri spænskur framherji á leið til félagsins. "Það skýrist núna um helgina. "

Að lokum var Bjarni spurður um draumamótherja í næstu umferð bikarsins. 

"Það er alltaf gamli frasinn að fá bara heimaleik. En það var einhver sem benti á þá sturluðu staðreynd að við værum búnir að slá út tvö Hafnarfjarðarlið og það væri bara eitt eftir. Ætli við fáum ekki FH"


Athugasemdir
banner