Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   fös 18. apríl 2025 16:46
Þorsteinn Haukur Harðarson
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég er mjög sáttur. Við komum vel stemmdir í þetta og skoruðum snemma. Það gerði okkur þetta aðeins auðveldara," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir 4-0 sigur gegn Haukum í Mjólkurbikarnum í dag. 


Lestu um leikinn: Selfoss 4 -  0 Haukar

"Það var líka gott fyrir okkur að halda hreinu. Það er svolítið stökk fyrir okkur að fara upp um deild. Við höfum verið að spila erfiða leiki á móti mjög erfiðum andstæðingum og gengið upp og niður á undirbúningstímabilinu. En það eru batamerki á þessu."

Þá ræddum við um 1.deildina sem byrjar um mánaðarmótin en þar eru Selfyssingar nýliðar í deildinni. "Það er yfirleitt þannig að liðum sem koma upp um deild er ekki spáð neitt sérstöku gengi. Við sáum hvað ÍR-ingarnir gerðu í fyrra, komust í Play offs og þetta er bara spurning um hvernig menn mæta til leiks."

Nokkuð er um meiðsli í liði Selfyssinga. Bjarni segir það horfa til betri vegar og að mögulega muni þeir styrkja liðið fyrir mót.

"Staðan á þeim er ágæt. Þeir verða klárir fyrir mót. Svo eigum við eftir að styrkja þetta aðeins."
 

Fréttaritari frétti af því að það væri spænskur framherji á leið til félagsins. "Það skýrist núna um helgina. "

Að lokum var Bjarni spurður um draumamótherja í næstu umferð bikarsins. 

"Það er alltaf gamli frasinn að fá bara heimaleik. En það var einhver sem benti á þá sturluðu staðreynd að við værum búnir að slá út tvö Hafnarfjarðarlið og það væri bara eitt eftir. Ætli við fáum ekki FH"


Athugasemdir