Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
   fös 18. apríl 2025 16:46
Þorsteinn Haukur Harðarson
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég er mjög sáttur. Við komum vel stemmdir í þetta og skoruðum snemma. Það gerði okkur þetta aðeins auðveldara," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir 4-0 sigur gegn Haukum í Mjólkurbikarnum í dag. 


Lestu um leikinn: Selfoss 4 -  0 Haukar

"Það var líka gott fyrir okkur að halda hreinu. Það er svolítið stökk fyrir okkur að fara upp um deild. Við höfum verið að spila erfiða leiki á móti mjög erfiðum andstæðingum og gengið upp og niður á undirbúningstímabilinu. En það eru batamerki á þessu."

Þá ræddum við um 1.deildina sem byrjar um mánaðarmótin en þar eru Selfyssingar nýliðar í deildinni. "Það er yfirleitt þannig að liðum sem koma upp um deild er ekki spáð neitt sérstöku gengi. Við sáum hvað ÍR-ingarnir gerðu í fyrra, komust í Play offs og þetta er bara spurning um hvernig menn mæta til leiks."

Nokkuð er um meiðsli í liði Selfyssinga. Bjarni segir það horfa til betri vegar og að mögulega muni þeir styrkja liðið fyrir mót.

"Staðan á þeim er ágæt. Þeir verða klárir fyrir mót. Svo eigum við eftir að styrkja þetta aðeins."
 

Fréttaritari frétti af því að það væri spænskur framherji á leið til félagsins. "Það skýrist núna um helgina. "

Að lokum var Bjarni spurður um draumamótherja í næstu umferð bikarsins. 

"Það er alltaf gamli frasinn að fá bara heimaleik. En það var einhver sem benti á þá sturluðu staðreynd að við værum búnir að slá út tvö Hafnarfjarðarlið og það væri bara eitt eftir. Ætli við fáum ekki FH"


Athugasemdir
banner
banner