Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 18. apríl 2025 16:46
Þorsteinn Haukur Harðarson
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég er mjög sáttur. Við komum vel stemmdir í þetta og skoruðum snemma. Það gerði okkur þetta aðeins auðveldara," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir 4-0 sigur gegn Haukum í Mjólkurbikarnum í dag. 


Lestu um leikinn: Selfoss 4 -  0 Haukar

"Það var líka gott fyrir okkur að halda hreinu. Það er svolítið stökk fyrir okkur að fara upp um deild. Við höfum verið að spila erfiða leiki á móti mjög erfiðum andstæðingum og gengið upp og niður á undirbúningstímabilinu. En það eru batamerki á þessu."

Þá ræddum við um 1.deildina sem byrjar um mánaðarmótin en þar eru Selfyssingar nýliðar í deildinni. "Það er yfirleitt þannig að liðum sem koma upp um deild er ekki spáð neitt sérstöku gengi. Við sáum hvað ÍR-ingarnir gerðu í fyrra, komust í Play offs og þetta er bara spurning um hvernig menn mæta til leiks."

Nokkuð er um meiðsli í liði Selfyssinga. Bjarni segir það horfa til betri vegar og að mögulega muni þeir styrkja liðið fyrir mót.

"Staðan á þeim er ágæt. Þeir verða klárir fyrir mót. Svo eigum við eftir að styrkja þetta aðeins."
 

Fréttaritari frétti af því að það væri spænskur framherji á leið til félagsins. "Það skýrist núna um helgina. "

Að lokum var Bjarni spurður um draumamótherja í næstu umferð bikarsins. 

"Það er alltaf gamli frasinn að fá bara heimaleik. En það var einhver sem benti á þá sturluðu staðreynd að við værum búnir að slá út tvö Hafnarfjarðarlið og það væri bara eitt eftir. Ætli við fáum ekki FH"


Athugasemdir
banner
banner