Breiðablik mætti í heimsókn til Þróttar R. á AVIS-völlinn í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í dag. Leikar enduðu 0-3 fyrir gestunum, Viktor Karl braut ísinn fyrir Breiðablik en hann kom í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 - 3 Breiðablik
„Mér líður hrikalega vel með þetta, við gerðum það sem við þurftum og settum þrjú góð mörk og hefðum getað sett fleiri. Bara heilt yfir ánægður með baráttuna og að komast áfram."
Boltinn datt einhvernvegin fyrir mig, Gísli skýldi boltanum frá varnarmanninum. Ég held að ég hafi tekið eina snertingu og svo bara lúðraði ég á markið. Hann gæti hafa tekið smá snertingu af varnarmanninum, en hann var alltaf á leiðinni á markið."
Viktor Karl var í leikbanni eftir uppsöfnuð spjöld gegn KR eftir aðeins 6 umferðir.
Það er bara eitthvað bull (segir Viktor og hlær). Ég veit það ekki þetta voru soft brot og soft gul spjöld en sem betur fer er ég búinn að taka bannið út og með í næsta leik."
Hér má sjá markið sem Viktor Karl skoraði.
Breiðablik leiðir eftir glæsilegt langskot frá Viktori Karl! pic.twitter.com/X9MpUpYDty
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 18, 2023
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir