Fernandes gæti farið frá Man Utd á næsta ári - Stórliðin berjast um Guehi - Fer Andrey Santos frá Chelsea?
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
   fim 18. maí 2023 19:51
Kári Snorrason
Viktor Karl: Bara lúðraði honum á markið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætti í heimsókn til Þróttar R. á AVIS-völlinn í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í dag. Leikar enduðu 0-3 fyrir gestunum, Viktor Karl braut ísinn fyrir Breiðablik en hann kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  3 Breiðablik

„Mér líður hrikalega vel með þetta, við gerðum það sem við þurftum og settum þrjú góð mörk og hefðum getað sett fleiri. Bara heilt yfir ánægður með baráttuna og að komast áfram."

Boltinn datt einhvernvegin fyrir mig, Gísli skýldi boltanum frá varnarmanninum. Ég held að ég hafi tekið eina snertingu og svo bara lúðraði ég á markið. Hann gæti hafa tekið smá snertingu af varnarmanninum, en hann var alltaf á leiðinni á markið."

Viktor Karl var í leikbanni eftir uppsöfnuð spjöld gegn KR eftir aðeins 6 umferðir.

Það er bara eitthvað bull (segir Viktor og hlær). Ég veit það ekki þetta voru soft brot og soft gul spjöld en sem betur fer er ég búinn að taka bannið út og með í næsta leik."

Hér má sjá markið sem Viktor Karl skoraði.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner