Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. júní 2021 13:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Birkir gerði Blikum lífið leitt - Vonast eftir fleiri byrjunarliðsleikjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Heimisson var valinn maður leiksins hér á Fótbolti.net þegar Valur vann Breiðablik 3-1 á miðvikudagskvöld. Birkir átti tvær stoðsendingar í leiknum og lék vel á miðjunni í liði Vals.

„Átti þátt í tveimur mörkum Vals, öðru eftir hornspyrnu hans og hinu eftir að Guðmundur Andri fylgdi eftir stangarskoti Birkis. Var þess utan að atast í miðju Blika og gera þeim lífið leitt almennt," skrifaði Sverrir Örn Einarsson um Birki í skýrslunni eftir leik.

„Ég fékk að vita að ég myndi byrja leikinn á æfingunni fyrir leik. Maður hefur vonast eftir tækifærinu í dágóðan tíma en auðvitað spilaði inn í að ég meiddist í febrúar og var frá í tvo mánuði. Það hefur áhrif komandi inn í tímabilið. Maður sýndi bara þolinmæði og vonandi fær maður fleiri byrjunarliðsleiki eftir þetta," sagði Birkir sem var að byrja sinn þriðja leik í sumar.

Vill vera í byrjunarliðinu
Þessi frammistaða þá smá yfirlýsing frá þér að þú eigir að vera í liðinu?

„Já, algjörlega. Ég kom bara inn í leikinn og ætlaði að gera allt fyrir liðið. Við töpuðum fimm stigum í síðustu tveimur leikjum og þurftum að koma okkur á sigurbraut aftur. Það var mjög gott að hjálpa liðinu að vinna leikinn.”

Alltaf hættulegir þegar grunnvinnan er á hreinu
Það vakti athygli að miðjumenn Vals voru að taka á sig gul spjöld á meðan Blikar fengu sitt fyrsta gula spjald seint í leiknum. Var uppleggið að vinna baráttuna gegn Blikum?

„Við vorum alltof soft á móti Stjörnunni. Við vorum ekki að vinna grunnvinnuna í þeim leik og ekki heldur á móti Víkingum. Við ákváðum að koma inn í þennan leik og byrja á grunnvinnunni. Við vitum að við erum góðir í fótbolta og vitum að við munum fá færin okkar. Við hefðum getað haldist aðeins betur í boltann en ef þú ert með þessa grunnvinnu á hreinu þá erum við alltaf hættulegir.”

„Ef ég þarf að leysa kantinn þá bara geri ég það"
Þú hefur spilað bæði á kantinum og á miðjunni þegar þú ert í liðinu, hver er svona þín staða á vellinum?

„Ég spilaði alltaf miðju, bæði í Þór og úti hjá Heerenveen. Ég myndi segja að sexan og áttan eru mínar bestu stöður. Ég var líka að spila miðvörðinn úti í Heerenveen. Það eru mínar sterkustu stöður en ef ég þarf að leysa kantinn þá bara geri ég það,” sagði Birkir við Fótbolta.net í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner