Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. júní 2021 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Falleg stund á Parken - Sjáðu þegar klappað var fyrir Eriksen
Mynd: EPA
Það var falleg stund í Kaupmannahöfn í Danmörku í gær, á tíundu mínútu leiks Danmerkur og Belgíu á Evrópumótinu.

Björn Kuipers, dómari leiksins, flautaði í flautu sína og stöðvaði leikinn þegar áhorfendur fóru að klappa. Hann byrjaði þá að klappa og það gerðu leikmenn líka.

Allir á vellinum klöppuðu í mínútu til að senda baráttukveðjur á Christian Eriksen, leikmann Danmerkur. Eriksen fór í hjartastopp í fyrsta leik Danmerkur á Evrópumótinu en skjót viðbrögð allra björguðu lífi hans.

Eriksen er á Rigshospitalet sem er rétt hjá Parken og spurning hvort hann hafi heyrt þegar klappað var fyrir honum.

Danmörk endaði á að tapa leiknum 2-1, en stuðningsfólk danska liðsins í stúkunni hélt uppi mikilli stemningu allan leikinn sem gaman var að sjá.

Hér að neðan má sjá þegar klappað var fyrir Eriksen.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner