mán 18. júlí 2022 14:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Jafnvel skárra að hafa bestu leikmennina inná"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður gríðarlega krefjandi leikur gegn Frakklandi við krefjandi aðstæður á EM í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Frakkland

Frakkland er búið að tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum en Ísland er með þetta í sínum höndum og með sigri er sætið í 8 liða úrslitum okkar.

Menn hafa velt því fyrir sér hvernig Frakkarnir koma inn í leikinn. Ætlar Corinne Diacre að hvíla leikmenn og gera margar breytingar? Marie-Antoinette Katoto verður að minnsta kosti ekki með.

Svava Kristín Grétarsdóttir var gestur hjá Elvari, Gumma og Sæbirni í EM innkastínu í gær. Hún vill ekki sjá margar breytingar hjá Frökkum.

„Ég held að þótt að þjálfarinn ákveði að hvíla einhvern og ætli að gefa einhverjum séns, þá held ég að þetta sé jafnvel verra. Ef við erum með reyndu leikmennina inn á vellinum og komnar áfram þá slaka þær mögulega á heldur en leikmennirnir sem koma inná og fá sénsinn með franska landsliðinu og vilja sanna sig," segir Svava.

„Leikmennirnir sem koma inn af bekknum eru bara hungraðir leikmenn sem eru fáránlega góðir og spila á hæsta leveli, þær eru ekki að fara slaka neitt á. Jafnvel er skárra að hafa bestu leikmennina inná sem eru með mindsettið; Við erum komnar áfram ég ætla ekki að fara meiðast núna."

Gummi tekur undir með Svövu og bendir á að varamennirnir eru ekkert lakari leikmenn en byrjunarliðsmenn.

„Ég er á sama stað og Svava með þetta, ég vona að hún breyti sem minnstu. Þetta er mjög hættulegt, allar að spila með Lyon og PSG."


EM Innkastið - Eyjastemning í Rotherham
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner