Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   fim 18. júlí 2024 21:13
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin: Blikar sneru taflinu við og fara til Kósóvó
Kristófer Ingi skoraði mikilvægt mark undir lok leiks
Kristófer Ingi skoraði mikilvægt mark undir lok leiks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur skoraði glæsilegt mark
Höskuldur skoraði glæsilegt mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton Ari varði frábærlega undir lok leiks
Anton Ari varði frábærlega undir lok leiks
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Breiðablik 3 - 1 Tikves (5-4, samanlagt)
0-1 Ediz Spahiu ('9 )
1-1 Kristinn Steindórsson ('44 )
2-1 Höskuldur Gunnlaugsson ('53 )
3-1 Kristófer Ingi Kristinsson ('85 )
Lestu um leikinn

Breiðablik er komið áfram í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa snúið við taflinu og unnið Tikves frá Norður-Makedóníu, 3-1, á Kópavogsvelli í kvöld

Tikves vann sterkan 3-2 sigur á Blikum í fyrri leik liðanna í síðustu viku og þurftu því Blikar að minnsta kosti að vinna með tveimur til að komast áfram.

Blikarnir fengu blauta tusku í andlitið snemma leiks. Markvörður Tikves sendi langan bolta fram á Vitor Ribeiro, sem kom honum inn í teiginn á Ediz Spahiu sem var einn og óvaldaður. Hann átti ekki í vandræðum með að skora og Tikves nú með tveggja marka forystu í einvíginu.

Heimamenn sköpuðu sér fullt af sénsum næsta hálftímann og bara ekki spurning hvort, heldur hvenær Blikar myndu jafna metin.

Kristinn Steindórsson gerði það á 44. mínútu. Alexander Helgi Sigurðarson kom með fyrirgjöfina sem varnarmaður Tikves skallaði út á Kristinn. Hann tók snúning og hamraði boltanum á lofti í markið.

Ótrúlega mikilvægt mark og á mikilvægum tíma. Þetta gaf Blikum mikla orku inn í síðari hálfleikinn.

Þegar tæpar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleiks kom Höskuldur Gunnlaugsson Blikum í 2-1. Það var lítið í gangi. Blikar voru í uppspili og var Aron Bjarna með boltann. Hann fann Höskuld sem ákvað að láta vaða af 25-30 metra færi og smellhitti hann í nærhornið. Frábært mark og Blikar búnir að jafna einvígið.

Bæði lið sköpuðu sér færi til að komast í forystu en það var ekki fyrr en á 85. mínútu með sigurmarkið kom og það datt Blikamegin.

Patrik Johannessen sendi Kristófer Inga Kristinsson í gegn, sem var að undirbúa skot áður en Daniel Mosjov, varnarmaður Tikves, tæklaði hann aftan frá og lak boltinn einhvern veginn í netið. Heppilegt fyrir Blika en hefði líklega verið dæmd vítaspyrna ef boltinn hefði ekki hafnað í netinu.

Seint í uppbótartíma tók Anton Ari Einarsson á stóra sínum er Mosjov reyndi að bjarga andliti eftir mistökin í þriðja marki Blika. Mosjov tók aukaspyrnu sem Anton Ari hafði sig allan í að verja.

Sterk varsla sem hjálpaði Blikum að komast áfram í næstu umferð. Öll íslensku liðin komin áfram eftir baráttuleiki.

Breiðablik mætir Drita frá Kósóvó í 2. umferð. Leikirnir eru spilaðir 25. júlí og 1. ágúst.
Athugasemdir
banner
banner