Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. ágúst 2022 14:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stutt Evrópuævintýri hjá Betu - Cloe á skotskónum
Amanda Andradóttir kom inn á sem varamaður.
Amanda Andradóttir kom inn á sem varamaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska félagið Kristianstad er úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar eftir tap gegn Ajax frá Hollandi í dag. Leikurinn fór fram í Danmörku og endaði 3-1 fyrir Ajax.

Kristianstad tók forystuna í leiknum eftir 19 mínútur og leiddi þegar búið var að flauta til hálfleiks.

En í seinni hálfleik gekk Ajax á lagið og vann að lokum flottan sigur. Þær skoruðu tvisvar á síðustu tíu mínútum leiksins.

Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad en hún er tvisvar búin að koma liðinu í Meistaradeildina. Íslenska landsliðskonan Amanda Andradóttir kom inn á sem varamaður á 73. mínútu í dag en Emelía Óskarsdóttir, sem er 16 ára, var ónotaður varamaður.

Afar svekkjandi úrslit hjá Kristianstad sem er úr leik í Meistaradeildinni. Kristianstad hafði fyrir leikinn í dag unnið níu leiki í röð, en núna fer einbeitingin öll á deildina þar sem liðið er í baráttu um titilinn.

Portúgalska félagið Benfica komst áfram í úrslitaleik á sunnudaginn með því að vinna 9-0 sigur gegn Hajvalia frá Kosóvó. Cloe Lacasse, sem er með íslenskan ríkisborgararétt, lét sér nægja að skora eitt af mörkum Benfica.

Fyrr í dag vann Valur 2-0 sigur gegn Hayasa frá Armeníu. Valur klárar þetta með sigri og mætir sigurliðinu úr leik Pomurje frá Slóveníu og Shelbourne frá Írlandi í úrslitum á sunnudag. Sigurliðið þar mun komast í 2. umferð forkeppninnar.

Síðar í dag spilar svo Breiðablik við Rosenborg frá Noregi. Verður það mjög athyglisverður leikur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner