Norðmaðurinn Erling Braut Haaland skaut léttu skoti á spænska bakvörðinn Marc Cucurella eftir leik Chelsea og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Eftir Evrópumótið í sumar söng Cucurella lag um sjálfan sig og kom Haaland fyrir í því lagi.
„Haaland skelfur, því Cucurella er að koma,“ er ein lína lagsins, en þeir tveir mættust á Stamford Bridge í dag þar sem Haaland hafði betur.
Hann skoraði fyrra markið í 2-0 sigri sem kom Englandsmeisturunum í gang á nýju tímabili.
„Cucurella er fyndinn náungi. Hann fær að gera nákvæmlega það sem honum sýnist, mér er alveg sama, en samt fyndið því á síðasta tímabili bað hann um treyjuna mína og í sumar syngur hann lag um mig,“ sagði Haaland við norska blaðamanninn Jan Aage Fjortoft hjá Viaplay.
Athugasemdir