Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 18. september 2019 17:00
Elvar Geir Magnússon
Chelsea ræðir við Tomori og Abraham um nýja samninga
Fikayo Tomori fagnar.
Fikayo Tomori fagnar.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur hafið viðræður við Tammy Abraham og Fikayo Tomori um nýja fimm ára samninga. Horft er til frambúðar undir stjórn Frank Lampard á Stamford Bridge.

Abraham er með 50 þúsund pund í vikulaun en mun rúmlega tvöfalda þau eftir að hafa skorað sjö mörk í síðustu fjórum leikjum.

Abraham er 21 árs framherji en hann skoraði þrennu gegn Úlfunum síðasta laugardag. Hann var hjá Aston Villa á síðasta tímabili á lánssamningi, skoraði 26 mörk og hjálpaði liðinu að komast upp í úrvalsdeildina.

Sem stendur er hann ofar á blaði hjá Lampard en Michy Batshuayi og Olivier Giroud.

Tomori er 21 árs miðvörður sem braut sér leið inn í aðalliðið á þessu tímabili en hann hefur byrjað síðustu þrjá leiki og skoraði sitt fyrsta mark í 5-2 sigrinum gegn Wolves.
Athugasemdir
banner
banner