
„Kaflaskipt, byrjum af miklum krafti,'' segir Guðlaugur Baldursson, þjálfari Þrótt R., eftir 2-3 tap gegn Þór Akureyri á heimavelli í loka umferð Lengjudeildarinnar.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 - 3 Þór
„Komust í 2-0 og lítum vel út. En svo gerist það sem hefur oft gerst hjá okkur í sumar að við ætlum að fara hanga á einhverju og hleypum þeim inn í leikinn og því miður fengum ekkert út úr honum.''
Þróttur eru því miður fallnir niður í 2. deild og spurt var Lauga um stöðuna á liðinu og stöðuna hans sem þjálfari Þróttur fyrir framtíðinna.
„Það er ómögulegt að segja. Við vorum bara að klára hér fyrir nokkrum mínútum, svo sitjast menn niður núna bara í næstu viku strax og fara yfir stöðuna og meta það hvernig framhaldið verður.''
Laugi var spurður út um að hans mati hvort Þróttur áttu skilið að falla úr Lengjudeidlinni miða við árangur tímabilsins.
„Nei, mér finnst það að sjálfsögu ekki. Taflan lýgur ekki og það þýðir ekki fyrir okkur að vera standa og berja höfðinu við steini, þó að okkur finnst ýmislegt''
Hægt er að horfa á allt viðtalið í heild sinni fyrir ofan
Athugasemdir