Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   sun 18. september 2022 10:10
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Brentford og Arsenal: Ödegaard og Zinchenko meiddir

Brentford tekur á móti Arsenal í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 


Bæði lið hafa farið vel af stað á nýju tímabili og getur Arsenal endurheimt toppsætið með sigri. Arsenal á 15 stig eftir 6 umferðir og eru heimamenn í Brentford með 9 stig.

Thomas Frank gerir tvær breytingar á liðinu sem skoraði fimm mörk gegn Leeds United í síðustu umferð þar sem Josh Dasilva og Kristoffer Ajer koma inn í byrjunarliðið fyrir Shandon Baptiste og Keane Lewis-Potter. Norski landsliðsmaðurinn Ajer er kominn til baka eftir meiðsli og er að spila sinn fyrsta leik á tímabilinu.

Mikel Arteta gerir þrjár breytingar á liðinu sem tapaði fyrir Manchester United á Old Trafford þar sem Oleksandr Zinchenko og Martin Ödegaard eru ekki í hópi vegna smávægilegra meiðsla. Kieran Tierney og Fabio Vieira koma inn í liðið í stað þeirra.

Þá fer Sambi Lokonga á bekkinn því miðjumaðurinn öflugi Thomas Partey er búinn að jafna sig eftir meiðsli og fer beint aftur inn í byrjunarliðið.

Hinn fimmtán ára gamli Ethan Nwaneri er á varamannabekknum hjá Arsenal.

Brentford: Raya, Hickey, Jansson, Ajer, Mee, Henry, Janelt, Jensen, Dasilva, Mbeumo, Toney.
Varamenn: Canos, Wissa, Zanka, Ghoddos, Onyeka, Strakosha, Damsgaard, Baptiste, Roerslev

Arsenal: Ramsdale, White, Saliba, Gabriel, Tierney, Partey, Xhaka, Vieira, Saka, Martinelli, Jesus.
Varamenn: Turner, Nketiah, Holding, Tomiyasu, Lokonga, Marquinhos, Smith, Nwaneri, Lino Sousa


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner