Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæði Man Utd - Cucurella vill yfirgefa Chelsea í janúar
Lára Kristín: Það var mjög gaman að koma inn í þetta aftur
Telma missti röddina: Veit ekki einu sinni hvort þær hafi heyrt í mér
Sædís eftir fyrsta A-landsleikinn: Draumar eru til að láta þá rætast
Arna Sif: Þá verður þetta þungt og erfitt
Hildur Antons: Eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik
Glódís Perla: Þurfum að mæta töluvert betri í næsta glugga
Hlín: Þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level
Ingibjörg: Selma byrjar bara á því að kjöta Popp
Sandra María: Vantaði upp á návígin og að vilja þetta meira
Steini: Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp
Karólína Lea: Mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
Glódís um misskilninginn: Það skipti kannski ekki höfuðmáli
„Þetta er bara nýr leikur og ný saga til að skrifa"
Farið fram úr björtustu vonum Ísaks - „Voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið"
banner
   mán 18. september 2023 22:02
Arnar Laufdal Arnarsson
Raggi Sig: Mönnum er hent í djúpu laugina
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Við erum í heildina litið, að mínu mati bara töluvert betra liðið í dag þótt að HK áttu sína kafla inn á milli en við fengum bestu og flestu færin og vorum bara klaufar að klára ekki þennan leik" Sagði Ragnar Sigurðsson þjáfari Fram eftir 1-1 jafntefli í Kórnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 1 -  1 Fram

0-0 var í hálfleik en á 48.mínútu skorar Arnþór Ari mark eftir fast leikatriði, hversu pirrandi var það?

"Bara vel pirrandi og kannski eftir að maður skorar eða þegar nýr hálfleikur fer af stað er extra mikið stress í manni um hvort einbeitingin sé ekki til staðar og jú auðvitað pirrandi þar sem mér fannst aukaspyrnan sem þeir fá sem býr til markið bara ekki aukaspyrna"

Framarar skoruðu aðeins eitt mark í dag eftir að hafa fengið tvö víti og helling af færum.

"Við fengum færin til að klára þennan leik og svekkjandi að klára þetta ekki en var ánægður með frammistöðuna í leiknum, frammistaðan var til fyrirmyndar þrátt fyrir að menn eru að gera mistök hér og þar þá kemur það alltaf fyrir en frábært að sjá Sigfús Árna og Þengil koma inn í þennan leik og spila svona vel, var fáranlega stoltur af þeim"

"Þengill steig ekki feilspor í þessum leik, kannski tvær sendingar en ég held nú að allir hafa lent í því svo Sigfús Árni bara maður leiksins ´by far´ þannig ótrúlega gaman að sjá þetta"

Hlýtur að vera ánægjulegt fyrir Framarana sem mæta á völlinn að sjá svona mikið af ungum og efnilegum Frömurum eins og t.d. Breki Baldurs, Þengill Orra, Sigfús Árni , Viktor Bjarka og Aron Snær að spila og hvað þá í svona leikjum þegar það er mikið undir.

"Nákvæmlega, þetta sýnir bara svona ´test of character´ og mönnum er hent í djúpu laugina og standa sig með prýði þannig það er bara frábært"

Viðtalið við Ragga má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner