Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 18. september 2023 22:02
Arnar Laufdal Arnarsson
Raggi Sig: Mönnum er hent í djúpu laugina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Við erum í heildina litið, að mínu mati bara töluvert betra liðið í dag þótt að HK áttu sína kafla inn á milli en við fengum bestu og flestu færin og vorum bara klaufar að klára ekki þennan leik" Sagði Ragnar Sigurðsson þjáfari Fram eftir 1-1 jafntefli í Kórnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 1 -  1 Fram

0-0 var í hálfleik en á 48.mínútu skorar Arnþór Ari mark eftir fast leikatriði, hversu pirrandi var það?

"Bara vel pirrandi og kannski eftir að maður skorar eða þegar nýr hálfleikur fer af stað er extra mikið stress í manni um hvort einbeitingin sé ekki til staðar og jú auðvitað pirrandi þar sem mér fannst aukaspyrnan sem þeir fá sem býr til markið bara ekki aukaspyrna"

Framarar skoruðu aðeins eitt mark í dag eftir að hafa fengið tvö víti og helling af færum.

"Við fengum færin til að klára þennan leik og svekkjandi að klára þetta ekki en var ánægður með frammistöðuna í leiknum, frammistaðan var til fyrirmyndar þrátt fyrir að menn eru að gera mistök hér og þar þá kemur það alltaf fyrir en frábært að sjá Sigfús Árna og Þengil koma inn í þennan leik og spila svona vel, var fáranlega stoltur af þeim"

"Þengill steig ekki feilspor í þessum leik, kannski tvær sendingar en ég held nú að allir hafa lent í því svo Sigfús Árni bara maður leiksins ´by far´ þannig ótrúlega gaman að sjá þetta"

Hlýtur að vera ánægjulegt fyrir Framarana sem mæta á völlinn að sjá svona mikið af ungum og efnilegum Frömurum eins og t.d. Breki Baldurs, Þengill Orra, Sigfús Árni , Viktor Bjarka og Aron Snær að spila og hvað þá í svona leikjum þegar það er mikið undir.

"Nákvæmlega, þetta sýnir bara svona ´test of character´ og mönnum er hent í djúpu laugina og standa sig með prýði þannig það er bara frábært"

Viðtalið við Ragga má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner