Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. október 2020 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Carragher: Pickford hefur verið úti á þekju síðustu tólf mánuði
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk er af mörgum talinn besti varnarmaður heims og verður hann frá keppni næstu mánuði vegna slæmra meiðsla sem hann hlaut í fjandslag Liverpool gegn Everton.

Jordan Pickford, markvörður Everton, tæklaði Van Dijk afar illa innan vítateigs en ekkert dæmt því boltinn var tæknilega séð ekki í leik, það var rangstæða í aðdragandanum.

Tæklingin var ljót og hefur vakið hörð viðbrögð, sérstaklega meðal stuðningsmanna Liverpool sem vilja sjá Pickford vera sendan í leikbann. Jamie Carragher, goðsögn hjá Liverpool, er ekki sammála því og kemur landsliðsmarkverðinum til varnar.

„Auðvitað er ég sammála að þetta átti að vera rautt spjald á Jordan Pickford því þetta var hræðileg tækling, en ég hef orðið var við pirring frá Liverpool og stuðningsmönnum félagsins. Þeir vilja að Pickford verði dæmdur í leikbann, því er ég ekki sammála," sagði Carragher.

„Jú, þetta var skelfileg tækling, en ég hef verið fótbrotinn. Ég fótbraut næstum Nani. Svona hlutir gerast því miður í fótbolta. Ég held ekki að neinn leikmaður mæti í leik með það sem markmið að meiða andstæðinginn sinn. Ég held að 99% af öllum slæmum tæklingum og meiðslum séu óviljaverk. Atvinnumenn í knattspyrnu myndu ekki reyna að meiða andstæðing.

„Jordan Pickford hefur verið úti á þekju síðustu tólf mánuði. Hann tók aðra brjálaða ákvörðun og því miður meiddi hann einn af bestu leikmönnum úrvalsdeildarinnar í leiðinni. Jordan var óheppinn og þetta verður erfitt fyrir hann að eiga við. Ég þekki þetta eftir tæklinguna mína á Nani. Ég var heppinn að það voru engar alvarlegar afleiðingar en mér leið ömurlega þrátt fyrir sigur gegn Manchester United. Ég gat ekki hugsað um annað en tæklinguna, ég vildi ekki vera þekktur sem leikmaður sem batt enda á feril annars atvinnumanns.

„Við finnum öll til með Van Dijk en ég er ekki sammála þeim sem vilja setja Pickford í leikbann. Hann tók slæma ákvörðun en svona hlutir gerast í fótbolta."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner