Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 18. október 2020 20:26
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Viðar Örn með tvennu í Sandfirði
Mynd: Jørn H. Skjærpe/Dagsavisen
Sandefjord 0 - 3 Vålerenga
0-1 Viðar Örn Kjartansson ('20)
0-1 Viðar Örn Kjartansson, misnotað víti ('48)
0-2 Viðar Örn Kjartansson ('68)
0-3 A. Donnum ('87)

Viðar Örn Kjartansson er lykilmaður í sóknarleik Vålerenga og skoraði hann tvennu í góðum sigri í Sandfirði í dag.

Viðar Örn skoraði alvöru framherjamark í fyrri hálfleik og fékk svo tækifæri til að tvöfalda forystuna af vítapunktinum í upphafi síðari hálfleiks. Honum brást þó bogalistin og heimamenn í Sandfirði enn í leiknum.

Tuttugu mínútum síðar bætti Viðar Örn upp fyrir klúðrið og tvöfaldaði hann forystu Vålerenga, sem endaði á að vinna leikinn 0-3.

Viðari Erni var skipt útaf á 80. mínútu fyrir Matthías Vilhjálmsson.

Viðar Ari Jónsson spilaði fyrstu 56 mínúturnar í liði Sandefjord á meðan Emil Pálsson var ónotaður varamaður.

Vålerenga er í fjórða sæti eftir sigurinn, tveimur stigum eftir Molde í öðru sæti. Sandefjord er fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið þegar níu umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner