Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   fim 18. nóvember 2021 18:46
Brynjar Ingi Erluson
„Ósáttur en ekki pirraður út í einn né neinn"
Guðmann Þórisson
Guðmann Þórisson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Guðmann Þórisson gekk til liðs við Kórdrengi í Lengjudeildinni í gær og samdi um að spila með liðinu á næstu leiktíð en hann fór aðeins yfir viðskilnaðinn við FH í dag.

Samningur Guðmanns við FH rann út eftir síðasta tímabil og ákvað FH að endurnýja ekki samninginn.

Guðmann staðfesti þau tíðindi við Fótbolta.net í september og sagðist þó mjög ósáttur því hann ætlaði að klára ferilinn þar. Tveir mánuðir eru liðnir síðan hann yfirgaf FH en hann er ekki pirraður út í félagið.

„Það eru liðnar nokkrar vikur síðan. Já ég var ósáttur af því ég ætlaði að klára ferilinn hjá FH og fá heiðursskiptingu á 88. í síðasta leiknum en ég sagði við þig að þeir eru með ný markmið og ætla að reyna að yngja upp og skil það alveg," sagði Guðmann við Fótbolta.net í dag.

„Ég er náttúrlega mjög mikill FH-ingur. Ég er ósáttur en er ekkert pirraður út í einn né neinn. Þetta eru allt toppmenn þarna," sagði hann í lokin.
Guðmann: Búinn að vera á leiðinni í Kórdrengi í tíu ár
Athugasemdir
banner
banner