fös 18. nóvember 2022 12:16
Elvar Geir Magnússon
Edu í enn stærra hlutverk hjá Arsenal
Edu í stúkunni.
Edu í stúkunni.
Mynd: Getty Images
Edu hefur verið í stóru hlutverki hjá Arsenal, meðal annars í leikmannakaupum, en hann hefur nú fengið enn stærra hlutverk og er fyrsti íþróttastjóri félagsins.

Edu mun áfram hafa mikil völd varðandi karla- og kvennalið Arsenal auk þess sem hann verður yfir akademíu félagsins.

Edu var leikmaður Arsenal á sínum tíma og lék 79 úrvalsdeildarleiki fyrir félagið í upphafi aldarinnar.

Hann var svo ráðinn í starf félagsins 2019 og hefur unnið gríðarlega náið með Mikel Arteta síðan hann var ráðinn.

„Ég er hæstánægður með þetta nýja hlutverk og þetta mun tengja saman karla- og kvennaliðið og akademíuna enn frekar. Ég er þakklátur fyrir það traust sem félagið hefur sýnt mér. Við höldum fram veginn saman," segir Edu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner