Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 18. desember 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Samherji Jóa fékk rautt spjald fyrir hendi án þess að snerta boltann
Mynd: Burnley

Varnarmaðurinn Connor Roberts var ásamt Jóhanni Bergi Guðmundssyni í byrjunarliði Burnley sem vann góðan endurkomusigur á Middlesbrough í gær og jók þannig forystuna á toppi Championship deildarinnar.


Staðan var 3-1 undir leikslok þegar gestirnir frá Middlesbrough komust nálægt því að minnka muninn. Skrýtin marktilraun Boro endaði þá í slánni en Roberts fékk að líta beint rautt spjald fyrir hendi í kjölfarið.

Það er vegna þess að Roberts reyndi að kýla boltann í burtu og úr flestum sjónarhornum virtist honum hafa tekist ætlunarverk sitt. Dómarateymið mat það sem svo en ekki er notast við VAR myndbandstæknina í Championship deildinni. 

Chuba Akpom steig á vítapunktinn en brenndi af og urðu lokatölur 3-1.

Sjáðu atvikið


Athugasemdir
banner
banner