Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 19. mars 2023 14:56
Aksentije Milisic
Arsenal með tveggja marka forystu - Saka og Martinelli á skotskónum

Þessa stundina eigast við Arsenal og Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni en topplið Arsenal er tveimur mörkum yfir þegar flautað hefur verið til hálfleiks.


Gestirnir byrjuðu leikinn ágætlega og átti Wilfried Zaha skot í stöngina snemma leiks en það var hins vegar Brassinn Gabriel Martinelli sem kom Arsenal í forystu. Hann lék þá á varnarmann Palace og þrumaði knettinum fallega í fjærhornið.

Bukayo Saka átti stoðsendinguna á Martinelli en hann skoraði síðan sjálfur á markamínútunni góðu. Hann fékk boltann frá Ben White og renndi honum örugglega fjærhornið af stuttu færi.

Hlutirnir líta því vel út fyrir Arsenal í hálfleik en liðið getur ýtt Manchester City átta stigum frá sér vinni liðið leikinn.

Sjáðu markið hjá Martinelli hér.
Sjáðu markið hjá Saka hér.


Athugasemdir
banner
banner
banner