Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   sun 19. mars 2023 13:30
Aksentije Milisic
Arteta: Stærsti leikur á þjálfaraferli mínum
Mynd: EPA

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að leikurinn á eftir gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni verður stærsti leikurinn á hans þjálfaraferli til þessa.


Arsenal féll úr leik í Evrópudeildinni síðasta fimmtudag og þá er liðið einnig fallið úr leik í enska bikarnum. Liðið situr hins vegar á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og með sigri í dag getur það náð átta stiga forskoti þegar landsleikjahléið gengur í garð.

Arteta segir að lið hans á eftir ellefu úrslitaleiki á þessu tímabili.

„Leikurinn í dag er sá stærsti og mikilvægasti. Þetta er síðasti leikurinn okkar fyrir landsleikjahlé. Við vitum hvað við þurfum að gera og við ætlum að gera það. Ef við náum því, þá verðum við í mjög góðri stöðu," sagði Spánverjinn.

„Margir af okkar leikmönnum þurftu að spila 120 mínútur, það var eitthvað sem við vildum ekki, sérstaklega því margir af okkar leikmönnum hafa spilað mikið á þessu tímabili. Við sjáum hverjir eru klárir og við munum stilla upp liði sem mun eiga besta möguleikann á því að vinna Crystal Palace."

Manchester City spilaði ekki í deildarkeppninni um þessa helgi en liðið slátraði Burnley í gær í átta liða úrslit enska bikarsins. Því getur Arsenal aukið forskot sitt á eftir.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner
banner
banner