Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 19. mars 2023 13:58
Aksentije Milisic
Enski bikarinn: Sheffield Utd á Wembley eftir dramatíska endurkomu
Oli McBurnie jafnaði leikinn.
Oli McBurnie jafnaði leikinn.
Mynd: Getty Images
Blackburn er úr leik.
Blackburn er úr leik.
Mynd: Getty Images

Sheffield Utd 3 - 2 Blackburn
0-1 Ben Brereton ('21 , víti)
1-1 Sam Gallagher ('28 , sjálfsmark)
1-2 Sammie Szmodics ('60 )
2-2 Oliver McBurnie ('81 )
3-2 Tommy Doyle ('90 )


Fyrsta leik dagsins í enska bikarnum er lokið en þar áttust við Championship liðin Sheffield United og Blackburn.

Mikið var í húfi í dag á Bramall Lane en það lið sem myndi vinna leikinn væri þar með búið að tryggja sér farseðilinn á Wembley þar sem undanúrslitin verða spiluð.

Gestirnir byrjuðu betur og komust yfir með marki frá Ben Brereton en hann skoraði þá af vítapunktinum. Einungis nokkrum mínútum síðar jöfnuðu hins vegar heimamenn en Sam Gallagher varð þá fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Staðan var jöfn í hálfleik en eftir klukkutíma leik náðu gestirnir aftur forystunni. Sammie Szmodics skoraði þá og litu hlutirnir vel út fyrir gestina.

Sheffield United gafst ekki upp og með hjálp stuðningsmanna sinna náði liðið að snúa dæminu við og klára leikinn. Sóknarmaðurinn Oliver McBurnie jafnaði metin þegar níu mínútu voru til leiksloka og það var síðan Tommy Doyle sem skaut Sheffield áfram með marki undir lok leiks.

Markið hjá Doyle var stórkostlegt en hann þrumaði knettinum í fjærhornið með skoti utan vítateigs.

Mikill fögnuður hjá heimamönnum eins og gefur að skilja en í gær komst Manchester City áfram eftir 6-0 sigur á Burnley. Í dag mætast svo Brighton og Grimsby Town og svo Manchester United og Fulham.


Athugasemdir
banner
banner
banner