Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 19. mars 2023 10:40
Aksentije Milisic
Haaland mættur í góðra manna hóp - Sjötti sem skorar meira en 40 mörk
Mynd: Getty Images

Norski markaskorarinn Erling Braut Haaland gerði enn og aftur þrennu í gær þegar Manchester City vann auðveldan 6-0 sigur á Burnley í átta liða úrslitum enska bikarsins.


Haaland hefur verið að raða inn mörkunum að undanförnu en hann gerði hvorki meira né minna en fimm mörk á móti RB Leipzig í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í miðri viku. Hann er nú kominn með 41 mark á þessu tímabili og það er einungis mars mánuður.

Hann er sjötti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni sem nær að skora yfir 40 mörk á einu tímabili í öllum keppnum. Harry Kane og Mohamed Salah náðu því tímabilið 2017/18, Andy Cole tímabilið 1993/94, Ruud van Nistelrooy tímabilið 2002/03 og Cristiano Ronaldo tímabilið 2007/08.

Magnaður hópur sem Haaland er mættur í en allar líkur eru á því að Haaland muni slá þetta met þægilega. Nistelrooy og Salah eru efstir á listanum með 44 mörk.


Athugasemdir
banner
banner