Vestri tilkynnti í dag að félagið væri búið að semja við finnska markmanninn Matias Niemelä en hann gerir þriggja ára samning við félagið.
Í sömu tilkynningu er sagt frá því að Niemelä fari á láni í Grindavík og spili því í Lengjudeildinni í sumar. Hann er 23 ára og var á sínum tíma finnskur unglingalandsliðsmaður.
Í sömu tilkynningu er sagt frá því að Niemelä fari á láni í Grindavík og spili því í Lengjudeildinni í sumar. Hann er 23 ára og var á sínum tíma finnskur unglingalandsliðsmaður.
Úr tilkynningu Vestra
Matias er 23 ára og kemur frá Finnlandi. Hann er frá Espoo og hefur leikið með FC Espoo, RoPs, HJK Helsinki , FC KTP og TPS. Hann á einn leik að baki með U-18 ára liði Finnlands.
Við hvetjum alla stuðningsmenn sem verða á leið Matiasar í störfum sínum fyrir Grindavík að taka í spaðann á honum og bjóða hann velkominn í Vestra. Áfram Vestri
Athugasemdir