Eins og fram kom fyrr í dag mun FH ekki spila í undanúrslitum Lengjubikarsins. Liðið er á leið í æfingaferð á föstudag og ekki náðist samþykki við Þór/KA, andstæðinginn í undanúrslitunum, um að spila leik liðanna eftir að FH kemur heim úr ferðinni.
FH vildi spila leikinn sunnudaginn 30. mars en Þór/KA sagði nei.
FH valdi að fara í sína æfingaferð á tíma þar sem það skaraðist ekki á við landsliðsverkefni. U17 spilaði fyrr í þessum mánuði og í lok mánaðar hefjast verkefni hjá A-landsliðinu og U19. Þau verkefni hefjast formlega 31. mars.
Þjálfari FH, Guðni Eiríksson, er ekki sáttur við niðurstöðuna.
FH vildi spila leikinn sunnudaginn 30. mars en Þór/KA sagði nei.
FH valdi að fara í sína æfingaferð á tíma þar sem það skaraðist ekki á við landsliðsverkefni. U17 spilaði fyrr í þessum mánuði og í lok mánaðar hefjast verkefni hjá A-landsliðinu og U19. Þau verkefni hefjast formlega 31. mars.
Þjálfari FH, Guðni Eiríksson, er ekki sáttur við niðurstöðuna.
„Mér finnst þetta bara galið. Við veljum tímasetningu með landsliðsverkefni Íslands til hliðsjónar. Það er þessi dagsetning fyrir æfingaferð sem hentar upp á það að gera að ferðin rekst ekki á landsliðsverkefni. Okkur er refsað fyrir það af sambandinu," segir Guðni.
FH fer út á föstudag og kemur heim viku síðar. Pirringur þjálfarans er bæði gagnvart Þór/KA og KSÍ.
„Þór/KA sagði nei við því að spila 30. mars og þá er þetta bara svona, af því rétturinn er þeim megin. Mér finnst þetta lélegt."
„Þetta er súrt því maður er í raun að velja tímasetninguna svo leikmenn komist í KSÍ verkefni."
Venjan er að landsliðsverkefni hefjist á mánudegi, fyrsta degi eftir að félagslið klára sína leiki fyrir verkefnin.
„Þess vegna stungum við upp á sunnudeginum, fannst það bara mjög ásættanlegt, en Þór/KA sagði nei og þá er það bara svona. KSÍ segir að Þór/KA eigi rétt á því og við missum sætið okkar."
„Leikurinn var settur upphaflega á leikdag þar sem við erum úti. Þá á Þór/KA rétt á því að samþykkja breytingu á leikdegi, þannig er þetta í skilmálum KSÍ."
„Þetta er rosalega ósanngjarnt. Þetta er bara computer says no dæmi. Við erum að velja tímasetningu á ferðinni okkar til hliðsjónar af landsliðverkefnum KSÍ og okkur er refsað fyrir það."
„Við gátum ekki spilað núna í þessari viku, Þór/KA er úti og þær koma heim á morgun. Við förum svo út á föstudaginn. Við stungum því upp á 30. mars, en fengum nei," segir Guðni.
Athugasemdir