Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 19. apríl 2024 22:23
Elvar Geir Magnússon
Fékk gult spjald fyrir að láta liðsfélaga sinn heyra það
Bjarni Mark fékk rautt spjald og fór til föður síns, Mark Duffield, sem var meðal áhorfenda.
Bjarni Mark fékk rautt spjald og fór til föður síns, Mark Duffield, sem var meðal áhorfenda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spjaldagleðin heldur áfram í Bestu deildinni og Erlendur Eiríksson lyfti ellefu spjöldum þegar Stjarnan vann 1-0 sigur gegn Val í kvöld.

Bjarni Mark Duffield miðjumaður Vals var skúrkur leiksins en vendipunkturinn var þegar hann fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í fyrri hálfleik fyrir glórulausa tæklingu.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Valur

„Hrikalega asnaleg tækling. Örvar snýr Bjarna lystilega vel af sér og Bjarni fer harkalega í bakið á honum. Hárrétt dæmt.," skrifaði Haraldur Örn Haraldsson í textalýsingu frá leiknum en Stjarnan nýtti sér liðsmuninn.

Liðsfélagar Bjarna voru pirraðir út í hann, þar á meðal Kristinn Freyr Sigurðsson sem lét hann heyra það eftir rauða spjaldið. Erlendi fannst Kristinn eitthvað fara yfir strikið og gaf honum gult.

Kristinn var greinilega ekki sáttur við spjaldið og reyndi að benda Erlendi á að hann hefði einfaldlega verið að hrópa á liðsfélaga sinn. Spjaldið var hinsvegar ekki dregið til baka.
Athugasemdir
banner
banner