Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   fös 19. apríl 2024 21:54
Elvar Geir Magnússon
Haaland tæpur fyrir leikinn gegn Chelsea
Haaland bað um skiptingu gegn Real Madrid.
Haaland bað um skiptingu gegn Real Madrid.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Erling Haaland sóknarmaður Manchester City er tæpur fyrir undanúrslitaleikinn gegn Chelsea í FA-bikarnum sem fram fer á morgun.

Haaland var tekinn af velli eftir venjulegan leiktíma þegar Manchester City tapaði gegn Real Madrid í vítakeppni í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Eftir leikinn sagði Pep Guardiola, stjóri City, að norski sóknarmaðurinn hefði beðið um skiptingu.

„Sjáum hvort hann geti verið með gegn Chelsea. Þetta var erfiður leikur gegn Real Madrid, mikil læti og ákefð í báðum liðum. Erling fann fyrir einhverjum vöðvavandamálum og sagðist því ekki geta haldið áfram. Læknarnir segja að hann hafi meiðst smávægilega, sjáum hvernig það þróast á næstu klukkustundum," sagði Guardiola á fréttamannafundi í dag.

Kevin De Bruyne bað einnig um að vera tekinn af velli gegn Real en ætti að vera klár í að spila á morgun.

Leikur Manchester City og Chelsea á morgun hefst klukkan 16:15 á Wembley.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner