Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 19. apríl 2024 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Naum töp hjá Lilleström, Leverkusen og Brighton
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Það komu þrjár dætur við sögu í kvennaboltanum í Evrópu í dag og léku þær allar með tapliðum.

Í norska boltanum byrjaði Ásdís Karen Halldórsdóttir í fremstu víglínu hjá Lilleström sem tapaði 1-0 á útivelli gegn Lyn þrátt fyrir að hafa sýnt yfirburði í leiknum.

Lilleström var sterkari aðilinn en tókst ekki að skora. Ásdís Karen spilaði allan leikinn og er liðið með sex stig eftir fjórar fyrstu umferðir tímabilsins, þar sem Ásdís er komin með eitt mark.

Í þýska boltanum kom Karólína Lea Vilhjálmsdóttir inn af bekknum á 63. mínútu í tapi Bayer Leverkusen á útivelli gegn RB Leipzig.

Leverkusen virtist aðeins sterkari aðilinn í annars jöfnum og bragðdaufum fótboltaleik, en hin sænska Mimmi Larsson skoraði eina mark leiksins á 83. mínútu.

Þetta tap er skellur fyrir Leverkusen sem hefði getað blandað sér í evrópubaráttuna með sigri. Leipzig er í neðri hluta deildarinnar.

Karólínu tókst ekki að hafa áhrif á úrslit leiksins, ekki frekar en hinni norsk-íslensku Maríu Þórisdóttur sem kom inn af bekknum í tapi Brighton gegn Everton í enska boltanum.

Maria kom inn á lokakaflanum þegar heimakonur í Brighton voru 1-2 undir og endaði sá leikur með tapi.

Brighton og Everton sigla bæði lygnan sjó í neðri hluta deildarinnar. Liðin eru þar aðeins með 18 stig eftir 19 umferðir en þó heilum tólf stigum fyrir ofan eina fallsæti deildarinnar.

Lyn 1 - 0 Lilleström

Leipzig 1 - 0 Leverkusen

Brighton 1 - 2 Everton

Athugasemdir
banner
banner
banner