
"Fyrsti leikurinn leggst mjög vel í mig, gæti eiginlega ekki verið betri. Ég vona að dómarinn skrái annað markið á mig.sagði Alexander Rafn eftir 11-0 sigur KR gegn KÁ í 32 liða úrslítum Mjólkurbikars karla í dag.
Lestu um leikinn: KR 11 - 0 KÁ
"Það er bara geðveikt, þeir eru allir mjög góðir við mig og hjálpa mér mjög mikið að þróast sem leikmaður. Þannig er bara geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum."
Frábær fyrsti byrjunarliðsleikur hjá Alexander sem mun að öllum líkindum spila stórt hlutverk hjá KR í sumar og á næstu árum. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir