Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mið 19. maí 2021 08:54
Elvar Geir Magnússon
Arnar Viðars sagður hafa fundað með OB
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danskir fjölmiðlar segja að Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, hafi fundað með danska félaginu OB um að taka mögulega við þjálfun liðsins.

Sport Fyn segir að Arnar hafi komið til greina í starfið og mögulegt hefði verið að hann myndi taka við liðinu samhliða því að stýra landsliðinu.

OB er búið að ganga frá samningi við Andreas Alm um að taka við þjálfun liðsins svo ljóst er að Arnar mun ekki taka við starfinu.

Aron Elís Þrándarson og Sveinn Aron Guðjohnsen eru leikmenn OB.

Í dag er fréttamannafundur hjá íslenska landsliðinu og ljóst að Arnar mun fá spurningar um þetta mál.

Efni fundarins eru komandi vináttuleikir gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi. Viðstaddir verða þjálfarar íslenska liðsins og aðrir fulltrúar KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner