Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mið 19. maí 2021 12:52
Elvar Geir Magnússon
Kemur ekki til greina að landsliðsþjálfarinn starfi samhliða fyrir félagslið
Icelandair
Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson formaður KSÍ segir það alls ekki í myndinni að landsliðsþjálfari Íslands geti stýrt félagsliði samhliða þjálfun landsliðsins.

Arnar Þór Viðarsson var á blaði hjá danska félaginu OB og sögðu fjölmiðlar þar í landi að rætt hafi verið um að hann myndi mögulega stýra liðinu samhliða landsliðsþjálfarastarfinu.

„Nei það kemur ekki til greina og þetta fór aldrei í þann farveg," segir Guðni.

Arnar segir að þreifingarnar frá OB hafi aldrei orðið að viðræðum.

„Það voru einhverjar þreifingar frá félaginu í gegnum millilið, það kom inn á borð okkar og Arnars. Það fór ekki lengra það. Það var ekki áhugi á því að ræða við félagið um mögulega ráðningu hans enda er verkefni hans nýbyrjað," segir Guðni.

í dag átti að fara fram fréttamannafundur íslenska landsliðsins en honum var frestað. Á fundinum átti að tilkynna leikmannahóp liðsins í þremur æfingaleikjum í á næstu vikum. Gegn Mexíkó í Texas 30. maí, við Færeyjar í Þórshöfn 4. júní og við Pólland ytra 8. júní.

„Það eru mikil forföll í leikmannahópnum og ýmislegt sem þarf að glíma við á tímum Covid. Það eru utanaðkomandi aðstæður sem hafa áhrif og ýmsir hlutir sem þarf að leysa. Við þurfum aðeins meiri tíma í það," segir Guðni.

Þá segir Guðni að ekki sé byrjað að leita að manni í starf yfirmanns fótboltamála en Arnar sinnir því starfi áfram til bráðabirgða.
Athugasemdir
banner
banner
banner