Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mið 19. maí 2021 12:39
Elvar Geir Magnússon
Arnar Viðars: Þreifingar sem urðu ekki að viðræðum
„Hef aldrei sótt um starf á ævinni"
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var á blaði hjá danska félaginu OB eins og greint var frá í dönskum fjölmiðlum en þetta staðfestir hann við Fótbolta.net.

Sögusagnir fóru af stað um að Arnar hefði sjálfur sótt um starfið en hann segir þær sögur ekki sannar. Hann segir að sérstakt ráðgjafafyrirtæki hafi sett saman lista af mögulegum kostum fyrir OB og hann hafi verið eitt af nöfnunum.

„Það er nýtt í fótboltaheiminum að félög eru farin að notast við 'recruitment' skrifstofur þegar þau eru að leita að fólki í störf. Það var þannig fyrirtæki sem var ráðið til að koma með ákveðið marga kandídata í starfið hjá OB, ég veit ekki hvort þeir voru þrír, fimm eða tíu. Ég var eitt af þessum nöfnum á listanum sem þeir settu saman," segir Arnar.

„Ég býst við því að þegar þessi listi er tilbúinn sé hann settur fyrir framan fulltrúa OB og þá byrjað að ræða við þjálfara. Það eru endalausar þreifingar í fótboltaheiminum en þessar þreifingar urðu ekki að neinum viðræðum."

„Það var haft samband við KSÍ og spurt hvort það mætti ræða við mig. Ég ræddi það við Guðna og Klöru þegar þetta kom upp. Við vísuðum því svo til baka. Ég er nýbyrjaður í nýju spennandi starfi með A-landslið karla. Það er ákveðið langtímaverkefni sem ég tók að mér og þetta fór aldrei lengra en að vera einhverjar þreifingar. Það er alls ekki þannig að ég sótti um, ég hef aldrei sótt um starf á ævinni,"
Athugasemdir
banner
banner
banner