banner
   fös 19. maí 2023 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Boltinn var bara í leik í 54 mínútur
Roma komst í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gær.
Roma komst í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gær.
Mynd: EPA
Roma gerði markalaust jafntefli gegn Bayer Leverkusen í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gær.

Roma vann fyrri leikinn 1-0 og endaði leikurinn í gær markalaus. Það má segja að Jose Mourinho, stjóri Roma, hafi lagt rútunni eins og hann er frægur fyrir að gera.

Leverkusen átti 23 marktilraunir en tókst ekki að skora. Leikmenn Roma vörðust aftarlega og náðu að halda núllinu.

Roma átti ekki eitt skot á markið í leiknum og tafði mikið í seinni hálfleiknum.

Leikmenn Leverkusen voru svekktir og kannski skiljanlega. Fréttamaðurinn Raphael Honigstein greinir frá því að boltinn hafi aðeins verið í leik í 54 mínútur í gær, en leikmenn Leverkusen létu reiði sína í ljós eftir leikinn í gær.

Dómarinn bætti við þremur mínútum í fyrri hálfleik og átta mínútum í seinni hálfleik en það var kannski ekki alveg nóg.

Sjá einnig:
Ósáttur við að taktík Mourinho sé verðlaunuð - „Það er synd"


Athugasemdir
banner
banner
banner