Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 19. maí 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cole um lætin eftir leikinn: Þetta er fáránlegt
Joe Cole.
Joe Cole.
Mynd: Getty Images
Joe Cole, fyrrum leikmaður West Ham og enska landsliðsins, var brjálaður yfir því sem hann sá gerast eftir leik Lundúnafélagsins gegn AZ Alkmaar í undanúrslitum Sambandsdeildarinnar í gær.

Eftir að flautað var til leiksloka í leiknum í gær þá réðst hópur stuðningsmanna hollenska liðsins inn á það svæði stúkunnar þar sem vinir og ættingjar leikmanna West Ham sátu.

Leikmönnum enska liðsins stóð ekki á sama, þeir óttuðust um öryggi síns fólks og Said Benrahma, Michail Antonio, Aaron Cresswell og Flynn Downes voru meðal manna sem blönduðu sér í átökin.

Boltabullurnar komust sem betur fer ekki upp í stúkuna og má þakka tveimur stuðningsmönnum West Ham aðallega fyrir það.

Stjóri AZ sagðist skammast sín fyrir hegðun stuðningsmanna en Cole vill að UEFA refsi hollenska félaginu harkalega fyrir það sem gerðist.

„Þetta er fáránlegt. Þarna eru fullorðnir menn að reyna að ráðast inn á fjölskyldusvæðið. Þú verður að horfa til UFEA. Það gerðust svipaðir hlutir hjá Frankfurt á síðasta ári. Fótbolti á að vera fyrir alla og þarna eru menn með lambhúshettur að reyna að kýla fólk," sagði Cole pirraður.

West Ham vann einvígið 3-1 og mætir Fiorentina í úrslitum þann 7. júní í Prag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner