Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fös 19. maí 2023 06:45
Elvar Geir Magnússon
Í beinni - Dregið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins
Birkir Sveinsson sér um að draga að vanda.
Birkir Sveinsson sér um að draga að vanda.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla í dag, föstudaginn 19. maí, kl. 12:00 í höfuðstöðvum KSÍ.

8-liða úrslit Mjólkurbikarsins fara fram dagana 5. og 6. júní.

Sex lið úr Bestu deild karla verða í pottinum, þar á meðal bikarmeistarar Víkings. Þá verða tvö lið úr Lengjudeildinni, Þór Akureyri og Grindavík, í pottinum.

Úr Bestu deildinni: KR, Víkingur, KA, Breiðablik, Stjarnan og FH.

Úr Lengjudeildinni: Þór og Grindavík.

Drátturinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
12:11
Þar með er þessum drætti lokið
Takk fyrir að fylgjast með!

Eyða Breyta
12:11
KA - Grindavík
Grindvíkingar fara norður á Akureyri.

Eyða Breyta
12:11
Breiðablik - FH
FH heimsækir Íslandsmeistarana.

Eyða Breyta
12:10
Breiðablik fær heimaleik. Höskuldur Gunnlaugsson dregur mótherja.

Eyða Breyta
12:10
KR - Stjarnan
Garðbæingar í Vesturbæinn.

Eyða Breyta
12:09
KR fær heimaleik. Fulltrúi KR dregur mótherja.

Eyða Breyta
12:09
Þór - Víkingur Reykjavík
Þórsarar fá heimaleik. Mæta bikarmeisturunum.

Eyða Breyta
12:08



Eyða Breyta
12:08
Drátturinn er opinn. Allir geta mætt öllum.

Eyða Breyta
12:08
Liðin átta í pottinum
Úr Bestu deildinni: KR, Víkingur, KA, Breiðablik, Stjarnan og FH.

Úr Lengjudeildinni: Þór og Grindavík.

Eyða Breyta
12:05
Birkir Sveins stígur á svið
Hinn íslenski Marchetti.

Eyða Breyta
12:00
8-liða úrslit Mjólkurbikarsins fara fram dagana 5. og 6. júní. Það eru mánudagur og þriðjudagur.

Drátturinn hefst einhverjar mínútur yfir.

Eyða Breyta
11:58
Aldrei skal draga á fastandi maga



Eyða Breyta
11:48
Höddi Magg dregur


Hörður Magnússon verður sérstakur aðstoðarmaður Birkis Sveinssonar í drættinum í dag.

Eyða Breyta
11:14
Hver fær sér fyrstu sneiðina?


Athöfnin hefst klukkan 12:00. Ein mesta spennan er fyrir því hver muni taka fyrstu sneiðina af Mjólkurbikarkökunni.

Eyða Breyta
11:12
Fannst þetta frábær leikur


„Mér fannst þetta vera frábær leikur. Þetta er áskorun sem við fáum ekki á hverjum degi. Lið sem kemur og hleypur og hleypur allan leikinn og pressar og pressar. Ég sagði við strákanna í hálfleik að þetta væri hrikalega gaman og þetta væri áskorun sem menn þyrftu að taka með bros á vör." sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings um sigurinn gegn Gróttu.

Eyða Breyta
11:08
KA stefnir á að fara alla leið í bikarnum


KA datt út úr bikarnum á svekkjandi hátt í fyrra í undanúrslitum gegn FH og vilja eflaust gera betur í ár.

„Við viljum hefna fyrir þetta og fara alla leið í bikarnum. Ég tel okkur vera með nógu gott lið til að berjast um þetta. Það eru ekki margir leikir eftir til að komast í úrslitaleikinn þannig við ætlum að keyra hart á það," segir Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.

Eyða Breyta
10:43
Arnar Grétars bað stuðningsmenn Vals afsökunar


Það bjóst nánast enginn við því að Grindavík myndi slá Val út en sú varð raunin í gær. Valur hefur farið með himinskautum í Bestu deildinni en liðið var slegið niður á jörðina í gær.

„Frammistaðan í dag var alls ekki nægilega góð, það er sárt því við ætluðum okkur að fara alla leið í þessari keppni. Þetta sýnir okkur að við getum tapað gegn hverjum sem er ef við erum ekki í standi," segir Arnar Grétarsson.

„Fyrir stuðningsmenn Vals er þetta virkilega svekkjandi, maður biður þá bara afsökunar á þessari frammistöðu. Þetta var það dapurt."



Eyða Breyta
10:05
Sigurmark KR
Rúnar Páll vildi fá aukaspyrnu í aðdragandanum.... mér finnst þetta persónulega ekki vera brot.


Eyða Breyta
10:01
Rúnar Páll óánægður með dómgæsluna


„Mér fannst þessi skelfilega dómgæsla standa upp úr þessum leik," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkismanna. Árbæingum fannst verulega hallað á sig í stórum atvikum í dómgæslunni og voru ekki sáttir með Jóhann Inga og hans teymi.

Horfðu á viðtalið við Rúnar Pál

Eyða Breyta
09:59
Jói Bjarna opnaði markareikninginn með flottu marki


Eyða Breyta
09:58
KR-ingar skoruðu fjögur mörk!


Fylkir 3 - 4 KR
0-1 Kristján Flóki Finnbogason ('19)
0-2 Jóhannes Kristinn Bjarnason ('30)
1-2 Benedikt Daríus Garðarsson ('37)
1-3 Aron Þórður Albertsson ('44)
2-3 Pétur Bjarnason ('55)
3-3 Benedikt Daríus Garðarsson ('75)
3-4 Orri Sveinn Stefánsson ('82, sjálfsmark)

Það var stuð í Árbænum en varnarleikurinn ekki til útflutnings. KR hefur ekki skorað í síðustu fimm deildarleikjum en náðu að skora fjögur gegn Fylkismönnum.

Ægir Jarl skoraði fyrsta mark KR frá 15. apríl, en liðið lék 479 mínútur án þess að skora.

Mikilvægur sigur fyrir Rúnar Kristinsson og hans lið sem hafa farið hrikalega af stað í Bestu deildinni.

Maður leiksins: Theodór Elmar Bjarnason - KR

Eyða Breyta
09:53
Víkingar vanir að vinna


Víkingur R. 2 - 1 Grótta
1-0 Helgi Guðjónsson ('12)
1-1 Arnar Þór Helgason ('19)
2-1 Logi Tómasson ('54)

"Listin að kunna að klára leiki jafnvel þú eigir ekki þinn besta dag. Víkingar kunna á þessa keppni og virðast hafa lært þá list að loka leikjum sama hvað tautar og raular. Gestirnir úr Gróttu létu þá sannarlega hafa fyrir því en vaninn að vinna leiki getur verið ansi sterkur," skrifar Sverrir Örn Einarsson.

Maður leiksins: Logi Tómasson - Víkingur

Eyða Breyta
09:50
KA sótti sigur í Kórinn


HK 1 - 3 KA
0-1 Ívar Örn Árnason ('6)
0-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('16, víti)
0-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('50, misnotað víti)
0-3 Bjarni Aðalsteinsson ('85)
1-3 Örvar Eggertsson ('90)

"KA-menn voru miklu ákveðnari í öllum sínum aðgerðum í dag og héldu til að mynda mun betur í boltann og voru líklegri frá fyrstu mínútu," skrifar Kjartan Leifur Sigurðsson sem var í Kórnum.

"Vítadómarnir báðir voru rangir hjá Vilhjálmi dómara leiksins. Sérstaklega sá seinna þegar víti var dæmt á Arnar í marki HK."

Maður leiksins: Dusan Brkovic - KA

Eyða Breyta
09:46
Viktor Karl skoraði stórglæsilegt mark!


Eyða Breyta
09:45
Blikar að ná taktinum


Þróttur R. 0 - 3 Breiðablik
0-1 Viktor Karl Einarsson ('31)
0-2 Klæmint Olsen ('57)
0-3 Stefán Ingi Sigurðarson ('95)

„Þetta var erfiður leikur Þróttararnir voru vel skipulagðir og þetta tók okkur langan tíma að brjóta þá á bak aftur. Mér fannst fyrri hálfleikurinn bar þess kannski merki að það var dálítið af breytingum í liðinnu. Leikmenn sem voru að koma inn sem höfðu spilað lítið og tóku smá tíma að ná takti. Mér fannst seinni hálfleikurinn að mörgu leiti mjög góður hjá okkur," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn.

Þetta var fimmti sigurleikur Breiðabliks í röð

„Ég held að við erum hægt og bítandi að ná taktinum. Þessi leikur er öðruvísi, liðið er dálítið breytt og ég myndi halda að stóru prófin eru að koma núna, KA á sunnudaginn og Valur þar á eftir. Ég kvarta ekki yfir því að við séum búnir að vinna þessa leiki og mér finnst spilamennskan heilt yfir kaflaskipt. Við höfum átt góða og slæma kafla. Nú er að fjölga góðu köflunum, lengja þá og setja saman heillega 90 mínútna frammistöðu, það er næsta markmið okkar."

Eyða Breyta
09:40
Óskar Örn skoraði frá miðju!


Eyða Breyta
09:39
Cupset í boði Grindvíkinga


Valur 1 - 3 Grindavík
0-1 Viktor Guðberg Hauksson ('32)
0-2 Bjarki Aðalsteinsson ('40)
0-3 Óskar Örn Hauksson ('74)
1-3 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('90)

Valsarar hafa verið geggjaðir í Bestu deildinni en fundu alls ekki taktinn að þessu sinni. Grindvíkingar, sem spila í Lengjudeildinni, sýndu heilsteypta og flotta frammistöðu frá fyrsta mínútu, varnarleikur liðsins var frábær og Valur náði að skapa sér sárafá færi. Óvæntustu úrslitin í 16-liða úrslitum.

Maður leiksins: Bjarki Aðalsteinsson - Grindavík

Eyða Breyta
09:36
Stjarnan fékk litla mótspyrnu gegn Keflavík


Stjarnan 4 - 0 Keflavík
1-0 Adolf Daði Birgisson ('16)
2-0 Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('40, sjálfsmark)
3-0 Eggert Aron Guðmundsson ('65)
4-0 Emil Atlason ('81)

"Keflvíkingar mættu bara ekki til leiks og Stjörnumenn voru allar 90 mínúturnar betra liðið og áttu 110% skilið að fara áfram í 8-liða úrslit," skrifaði Arnar Laufdal, fréttamaður Fótbolta.net.

Maður leiksins: Guðmundur Baldvin Nökkvason - Stjarnan



Eyða Breyta
09:34
FH kláraði Njarðvík á miðvikudag


FH 2 - 1 Njarðvík
1-0 Jóhann Ægir Arnarsson ('30)
2-0 Steven Lennon ('49)
2-1 Marc Mcausland ('58)

FH sló út Lengjudeildarlið Njarðvíkur í Kaplakrika. "FH voru með gæðin sem Njarðvíkingum vantaði. Skal ekkert tekið af Njarðvíkingum en það voru þessu litlu hlutir sem skildu liðin af og FH skóp þennan sigur vel," skrifaði Stefán Marteinn, fréttamaður Fótbolta.net.

Maður leiksins: Jóhann Ægir Arnarsson - FH

Eyða Breyta
09:31
Bikarinn í Þorpið?


Þór 3 - 1 Leiknir
1-0 Aron Ingi Magnússon ('45)
2-0 Ion Perelló ('67)
2-1 Róbert Hauksson ('74)
3-1 Ingimar Arnar Kristjánsson ('82)

16-liða úrslitin hófust á þriðjudaginn með Lengjudeildarslag. Þórsarar unnu Leiknismenn en liðin mætast að nýju á morgun á sama stað í Lengjudeildinni.

Maður leiksins: Ingimar Arnar Kristjánsson - Þór

Eyða Breyta
09:28
Góðan og gleðilegan daginn!
Hér munum við fylgjast vel með drættinum í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins en athöfnin hefst í Laugardalnum klukkan 12:00.

Það var líf og fjör í 16-liða úrslitunum í vikunni og við ætlum að hita upp fyrir dráttinn með því að rifja upp leikina átta sem þar fóru fram.

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner