
Óskar Örn Hauksson leikmaður Grindavíkur skoraði án efa mark umferðarinnar í Mjólkurbikarnum í gær þegar hann skoraði frá miðju í óvæntum sigri gegn Val í gær.
Lestu um leikinn: HK 1 - 3 KA
„Það var í raun og veru ekkert annað í stöðunni fyrir mig en að skjóta. Mér fannst hann (Frederik Schram) vera framarlega en menn segja að hann hafi ekki verið það framarlega. Boltinn fór inn, hann var lengi að því. Þriðja markið var mikilvægt," sagði Óskar í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.
Hörður Magnússon, Höddi Magg, var sérfræðingur í Bikarkvöldi á Rúv eftir umferðina í gærkvöldi og þar hrósaði hann Óskari í hástert.
„Þessi drengur er ótrúlegur, á 39. aldursári, að gera þetta á móti Val og að mínu mati besta markverði landsins, Fredrik Schram. Ég verð bara að hneygja mig fyrir þessari snilld. Þetta er ekki bara mark ársins, þetta er mögulega mark bikarkeppninnar frá upphafi. Að gera þetta, þetta er bara David Beckham stæl," sagði Höddi Magg.
Þvílíkt mark! Óskar Örn Hauksson skoraði frá miðju í sigri Grindavíkur gegn Val???? @umfg pic.twitter.com/yYAcClOaXl
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 18, 2023