Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   sun 19. maí 2024 19:50
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Magni sigraði gegn KV
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magni 2 - 1 KV
1-0 Viktor Már Heiðarsson ('28 )
1-1 Jökull Tjörvason ('38 )
2-1 Sigurður Brynjar Þórisson ('58 )

Magni og KV áttust við í eina leik dagsins í 3. deild karla og tóku heimamenn í Grenivík forystuna á 28. mínútu, þegar Viktor Már Heiðarsson skoraði.

Jökull Tjörvason jafnaði metin tíu mínútum síðar og var staðan 1-1 í hálfleik.

Í síðari hálfleik var það Sigurður Brynjar Þórisson sem kom Magna yfir og tókst heimamönnum að halda forystunni allt til leiksloka.

Lokatölur urðu því 2-1 fyrir Magna sem er með sex stig eftir þrjár umferðir, en KV situr eftir með þrjú stig.
Athugasemdir
banner