Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 19. maí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Mikil spenna í næstsíðustu umferð tímabilsins
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Ítalska titilbaráttan hefur löngu verið ráðin en það er enn hart barist um síðasta Evrópusæti Serie A deildarinnar og þá eru sex lið í raunverulegri fallbaráttu.

Næstsíðasta umferð tímabilsins fer fram í dag og hefst á fallbaráttuslag þegar Sassuolo tekur á móti Cagliari.

Heimamenn í Sassuolo eru í fallsæti og þurfa nauðsynlega á sigri að halda en Cagliari er fjórum stigum fyrir ofan - aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti.

Frosinone heimsækir svo Monza og þarf á stigi að halda enda er liðið ekki í fallsæti einungis þökk sé markatölu sinni sem stendur í -25, á sama tíma og Udinese og Empoli eigast við í gríðarlega eftirvæntum fallbaráttuslag.

Empoli er í fallsæti á markatölu, með -26, en Udinese er einu stigi þar fyrir ofan eftir mikið vonbrigðatímabil.

Ítalíumeistarar Inter taka á móti Lazio áður en Albert Guðmundsson og félagar í Genoa heimsækja AS Roma.

Lazio og Roma geta tryggt sér evrópudeildarsæti á næstu leiktíð með sigri.

Leikir dagsins:
10:30 Sassuolo - Cagliari
13:00 Monza - Frosinone
13:00 Udinese - Empoli
16:00 Inter - Lazio
18:45 Roma - Genoa
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 38 29 7 2 89 22 +67 94
2 Milan 38 22 9 7 76 49 +27 75
3 Juventus 38 19 14 5 54 31 +23 71
4 Atalanta 38 21 6 11 72 42 +30 69
5 Bologna 38 18 14 6 54 32 +22 68
6 Roma 38 18 9 11 65 46 +19 63
7 Lazio 38 18 7 13 49 39 +10 61
8 Fiorentina 38 17 9 12 61 46 +15 60
9 Napoli 38 13 14 11 55 48 +7 53
10 Torino 38 13 14 11 36 36 0 53
11 Genoa 38 12 13 13 45 45 0 49
12 Monza 38 11 12 15 39 51 -12 45
13 Verona 38 9 11 18 38 51 -13 38
14 Lecce 38 8 14 16 32 54 -22 38
15 Udinese 38 6 19 13 37 53 -16 37
16 Empoli 38 9 9 20 29 54 -25 36
17 Cagliari 38 8 12 18 42 68 -26 36
18 Frosinone 38 8 11 19 44 69 -25 35
19 Sassuolo 38 7 9 22 43 75 -32 30
20 Salernitana 38 2 11 25 32 81 -49 17
Athugasemdir
banner
banner