Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mið 19. júní 2024 21:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Dramatík í sigri Breiðabliks gegn KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik 2 - 1 KA
0-1 Kári Gautason ('43 , sjálfsmark)
0-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('50 )
1-2 Viktor Karl Einarsson ('74 )
Lestu um leikinn


Breiðablik minnkaði forskot Víkings á toppi Bestu deildarinnar niður í eitt stig þegar liðið lagði KA af velli á Kópavogsvelli í kvöld.

Blikar voru yfir í hálfleik en það var Kári Gautason varnarmaður KA sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar hann þrumaði boltanum í eigið mark.

KA tókst að jafna snemma í síðari hálfleik þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson var aleinn inn á teig Blika og kláraði færið snyrtilega.

Þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma kom Viktor Karl Einarsson Blikum aftur yfir þegar hann fór illa með varnarmenn KA inn á teignum og renndi boltanum í netið.

Viðar Örn Kjartansson kom inn á sem varamaður í liði KA en hann komst einn í gegn undir lok leiksins en Anton Ari Einarsson varði frá honum og tryggði Blikum sigurinn. KA menn vildu fá vítaspyrnu þegar Viðar féll í teignum í baráttunni við Damir Muminovic.

Breiðablik búið að minnka muninn á Víking á toppnum niður í eitt stig en KA er á botninum.


Athugasemdir
banner
banner
banner