FH komst áfram í 2. umferð í Meistaradeildinni með 2-0 sigri á Víkingi frá Götu í gærkvöldi.
FH þurfti að skora mark í leiknum til að komast áfram og ísinn var brotinn á 78. mínútu þegar Steven Lennon skoraði úr vítaspyrnu.
FH þurfti að skora mark í leiknum til að komast áfram og ísinn var brotinn á 78. mínútu þegar Steven Lennon skoraði úr vítaspyrnu.
Andreas Olsen hafði þá brotið á Kristjáni Flóka Finnbogasyni en hann fékk rauða spjaldið í kjölfarið.
Færeyingarnir voru ósáttir við dóminn og virkuðu mjög pirraðir eftir að Ville Nevalainen, dómari frá Finnlandi, benti á punktinn.
Færeyingarnir ýttu nokkrum sinnum við FH-ingum og frá vítaspyrnudómnum og fram að miðjunni duttu FH-ingar þrívegis til jarðar. Kristján Flóki féll tvívegis til jarðar sem og Pétur Viðarsson.
Sjón er sögu ríkari en þetta má sjá hér að neðan.
Athugasemdir