mán 19. júlí 2021 23:18
Brynjar Ingi Erluson
Varane vill fara frá Real Madrid - Búinn að ná samkomulagi við Man Utd
Raphael Varane í leik með franska landsliðinu
Raphael Varane í leik með franska landsliðinu
Mynd: EPA
Raphael Varane, varnarmaður Real Madrid á Spáni, hefur tjáð félaginu að hann vilji fara til Manchester United í þessum glugga en Fabrizio Romano greinir frá á Twitter.

Manchester United hefur verið í viðræðum við umboðsmann Varane síðustu daga samkvæmt ensku og spænsku blöðunum náðist samkomulag á milli þeirra.

United er nú í viðræðum við Real Madrid en spænska félagið vill 50 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Fabrizio Romano, einn virtasti blaðamaður heims, segir að Varane og umboðsmenn hans hafi tjáð Madrídingum að hann vilji fara til Englands í sumar og er Manchester United áfangastaðurinn.

United er stórhuga í glugganum en Jadon Sancho verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins á næstu dögum. United vill einnig bæta við sig miðjumanni og hefur félagið verið orðað við Saul Niguez, miðjumann Atlético Madríd, síðustu daga.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner