Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 19. júlí 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Juventus kaupir kólumbískan varnarmann frá Verona (Staðfest)
Mynd: Juventus
Ítalska félagið Juventus hefur fest kaup á kólumbíska varnarmanninum Juan Cabal frá Hellas Verona.

Cabal er 23 ára gamall og getur bæði spilað sem vinstri bakvörður og miðvörður.

Varnarmaðurinn hefur spilað með Verona síðustu tvö ár og á samtals 33 leiki í Seríu A.

Hann var orðaður við Inter fyrr í sumar en það var Juventus sem hafði betur í baráttunni. Kaupverðið er í kringum 13 milljónir evra og fær Atletico Nacional, uppeldisfélag hans í Kólumbíu, 20 prósent af kaupverðinu.

Cabal verður hugsaður sem miðvörður í leikkerfi Thiago Motta hjá Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner