Valsliðið, og þjalfari þess Arnar Grétarsson, fékk talsverða gagnrýni eftir tap gegn KA í Mjólkurbikarnum í upphafi mánaðar. Það var þá annað tap liðsins í röð, liðið ekki að spila vel og von um titil ekki mikil.
Undirritaður fjallaði um að þörf væri á svari frá Valsmönnum í næstu leikjum; deildarleik gegn Fylki og leikjum gegn Vllaznia frá Albaníu.
Undirritaður fjallaði um að þörf væri á svari frá Valsmönnum í næstu leikjum; deildarleik gegn Fylki og leikjum gegn Vllaznia frá Albaníu.
Sigurinn gegn Fylki var svona nánast unninn með vinstri, eins og réttfættir tala stundum um, svo auðveldur virkaði sá sigur. Valsmenn stóðust lágmarkskröfuna þar, vel gert.
Í kjölfarið lék Valur svo fyrri leikinn gegn Vllaznia og var sýnilega talsvert betra liðið, en einhvern veginn fór það þó þannig að Valsarar voru stálheppnir að leikurinn á N1 vellinum endaði með jafntefli. Ekki neinu til að hrósa þar, nema því að menn gáfust aldrei upp.
Loks var það svo leikurinn úti í Albaníu í gær, aðstæður erfiðar; gífurlegur hiti og öðruvísi stemning að fara inn í þann leik eftir líflátshótanir í Lollastúku viku áður.
Valsmenn sýndu frábæran leik í gær og unnu mjög sannfærandi sigur, pökkuðu Albönunum saman og áttu frábæra spilkafla; eitthvað sem allir vita að býr í liðinu sem er einstaklega vel mannað.
Kremið á kökuna var svo fjórða markið þar sem Gylfi Þór Sigurðsson átti gullsendingu á Tryggva Hrafn sem kláraði með frábærri vippu yfir markvörð albanska liðsins.
Víðir Sigurðsson vakti athygli á því að þetta væri einn af fimm stærstu sigrum í sögunni hjá íslenskum liðum á útivelli í Evrópukeppni. Virkilega vel gert það hjá Valsmönnum og eiga þeir hrós skilið fyrir. Vel gert Arnar Grétarsson og Valsarar.
Þeir eru fimm stigum á eftir Víkingi í Bestu deildinni sem heldur áfram um helgina. Valur á útileik á mánudag áður en St. Mirren kemur svo í heimsókn á Hlíðarenda í 2. umferð forkeppninnar í Evrópu.
Athugasemdir