Tottenham er búið að staðfesta gríðarlega eftirvænt félagaskipti. Gareth Bale er kominn aftur til höfuðborgarinnar.
                
                
                                    Velska stórstjarnan kemur á eins árs lánssamningi frá Real Madrid og er Tottenham sagt borga 20 milljónir punda í laun og lánskostnað.
Bale er staðfestur aðeins nokkrum mínútum eftir að félagaskipti bakvarðarins Sergio Reguilon voru staðfest. Reguilon kemur einnig frá Real.
Bale var keyptur til Real fyrir metfé á sínum tíma eftir sex ár hjá Tottenham. Nú hefur Bale verið í sjö ár hjá Real svo tími kominn til að snúa aftur til Lundúna.
Bale er að glíma við meiðsli í hné og er ekki búist við að hann verði klár í slaginn fyrr en eftir næsta landsleikjahlé í október.
Bale. Is. Back.
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) September 19, 2020
Welcome home, @GarethBale11 😍 #BaleIsBack ⚪️ #COYS pic.twitter.com/iOIWC2ZwtC
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
                                                                        
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    
                        
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                