Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
banner
   mán 19. september 2022 23:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Suarez yfirgefur Nacional fyrir HM

Luis Suarez snéri aftur í uppeldisfélagið sitt Nacional í Úrugvæ í sumar frá Atletico Madrid.


Þessi fyrrum leikmaður Liverpool og Barcelona hefur leikið sjö leiki fyrir Nacional og skorað fjögur mörk. Hann mun leika sinn síðasta leik fyrir félagið áður en hann fer með landsliði Úrugvæ á HM í Katar. En hann heldur í vonina að vera valinn í hópinn.

Jose Fuentes forseti Nacional staðfesti það að samningur Suarez rennur út eftir tímabilið í Úrugvæ sem lýkur í lok október.

„Svona var samkomulagið. Ég ætla segja þetta svo það fara ekki sögur af stað: Hann er að fara," sagði Fuentas.


Athugasemdir