Klukkan 16:00 á laugardag verður bikarúrslitaleikur KA og Víkings flautaður á. Annað árið í röð mætast þessi tvö lið í úrslitaleiknum. Víkingur vann leikinn í fyrra, 3-1 urðu lokatölur.
Fótbolti.net setur saman líkleg byrjunarlið fyrir leikinn, tvær sviðsmyndir á hvort lið, ein breyting milli liða.
Fótbolti.net setur saman líkleg byrjunarlið fyrir leikinn, tvær sviðsmyndir á hvort lið, ein breyting milli liða.
KA - Fyrirliðinn á bekknum
Í sviðsmynd 1 er engin breyting á liðsuppstillingu frá leiknum gegn ÍA um síðustu helgi.
Þrír miðverðir eða fjórir? Jakob eða Ásgeir?
Hallgrímur Jónasson getur aðeins leikið sér með leikkerfið, Jakob Snær getur spilað sem vængbakvörður eða kantmaður og Darko getur spilað bæði sem miðvörður og bakvörður.
Víkingur - Vatnhamar inn fyrir Tarik
Ein breyting er á líklegu byrjunarliði Víkings frá liðinu sem spilaði gegn Fylki. Gunnar Vatnhamar kemur inn í liðið fyrir Tarik Ibrahimagic. Erlingur Agnarsson hefur ekki verið með í síðustu leikjum og Matthías Vilhjálmsson er enn meiddur.
Einn bakvörður eða tveir?
Svo gætu verið fleiri breytingar eins og sú að Davíð Örn Atlason komi inn í liðið eins og í sviðsmynd 2.
Þrír leikmenn KA ekki hluti af ævintýrinu í fyrra - Einn nýliði hjá Víkingi
Þeir Viðar Örn Kjartansson, Hans Viktor Guðmundsson og Darko Bulatovic hafa ekki spilað bikaúrslitaleik á Íslandi. Viðar og Hans gengu í raðir KA í vetur og Darko kom í glugganum. Á bekknum eru svo þeir Kári Gautason og Dagur Ingi Valsson. Steinþór Már Auðunsson, sem verðru að öllum líkindum í marki KA, var á bekknum í úrslitaleiknum í fyrra.
Hjá Víkingi er einn nýliði ef horft er í líklegt byrjunarlið. Það er Valdimar Þór Ingimundarson sem kom til félagsins í vetur. Á bekknum í síðasta deildarleik voru þeir Daði Berg Jónsson og Pálmi Rafn Arinbjörnsson sem hafa ekki spilað bikarúrslitaleik á Íslandi.
Athugasemdir