Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 19. október 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Klopp vill ekki setja tímaramma á endurkomu Van Dijk
Van Dijk meiddist eftir tæklingu Jordan Pickford.
Van Dijk meiddist eftir tæklingu Jordan Pickford.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir erfitt að spá fyrir um það hvenær Virgil van Dijk snýr aftur á völlinn. Van Dijk meiddist illa á hné gegn Everton um helgina og ólíklegt þykir að hann spili meira á tímabilinu.

„Nokkrir hlutir eru á hreinu. Hann verður frá í þónokkurn tíma, það er klárt. Við viljum ekki setja neinn tímaframma því allir leikmenn og allir einstkalingar eru mismunandi. Þetta er mismunandi frá leikmanni x, y, z og Virgil er Virgil svo við viljum ekki setja neinn tímaramma," sagði Klopp í dag.

„Við vitum að hann verður frá í frekar langan tíma og þannig er staðan. Ég bjóst við því fljótlega eftir leikinn, sérstaklega þegar ég sá tæklinguna aftur."

„Ég sá þetta fyrst frá bekknum og þegar ég sá þetta aftur var nokkuð ljóst að hann yrði frá keppni í langan tíma."


Klopp segist hafa spjallað stuttlega við Van Dijk undanfarna daga en hann vill gefa Hollendingnum tíma til að jafna sig. Ekki er ennþá ljóst hvenær hann fer í aðgerðina á hnénu.
Athugasemdir
banner
banner
banner