Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 19. október 2021 15:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Selma Sól hefur reynslu og gæti leyst ákveðna hluti"
Icelandair
Selma Sól á landsliðsæfingu í dag.
Selma Sól á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín Eiríksdóttir
Hlín Eiríksdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selma Sól Magnúsdóttir var kölluð inn í íslenska landsliðið í gær í stað Elínar Mettu Jensen sem glímir við meiðsli.

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var spurður út í ákvörðunina að velja Selmu inn í hópinn.

Kom eitthvað bakslag í batann hjá Elínu Mettu?

„Nei, það kom ekkert bakslag. Elín var ekki orðin klár fyrir þetta verkefni. Við vorum búin að undribúa okkur fyrir þetta," sagði Steini.

Hann sagði á fréttamannafundi þegar hópurinn var tilkynntur fyrir einn og hálfri viku síðan að ákvörðun varðandi Elínu yrði tekin þegar hópurinn kæmi saman.

Hver er hugmyndin að taka inn Selmu Sól. Hlín Eiríksdóttir hefur verið í hópnum þegar hún hefur verið heil heilsu, af hverju er hún ekki tekin inn?

„Ég ákvað að taka Selmu inn og sjá hana í hópnum. Hlín hefur verið að glíma við meiðsli, er komin til baka en ég ætlaði að gefa henni tækifæri til að koma sér í enn betra stand."

Hvað hefur Selma sem getur nýst landsliðinu?

„Selma Sól er hugsaður sem kantmaður, hefur spilað marga leiki í landsliðinu sem kantmaður og ekkert nýtt þar."

„Hún hefur reynslu í þessu, fín að koma sér í góðar stöður, með góðar fyrirgjafir og fín einn á einn. Hún gæti leyst ákveðna hluti fyrir okkur í því,"
sagði Steini í Teams-viðtali í dag.
Athugasemdir
banner