Fjórir leikmenn Vals eru búnir að fá skilaboð þess efnis að krafta þeirra verði ekki óskað á næstu leiktíð.
Það kemur fram á Vísi að Arnór Smárason, Jesper Juelsgaard, Heiðar Ægisson og Sebastian Hedlund séu á förum frá félaginu að þessu tímabili loknu.
Samningar Arnórs og Hedlund eru að renna út og fá þeir ekki nýjan samning. Valur nýtti sér þá uppsagnarákvæði í samningi Juelsgaard og náðist samkomulag við Heiðar um að hann verði ekki áfram
Juelsgaard og Heiðar komu til Vals fyrir tímabilið sem núna stendur yfir en hinir tveir hafa verið lengur.
Danirnir Lasse Petry og Rasmus Christiansen eru einnig að renna út á samning, en það á enn eftir að taka ákvörðun með þá að sögn Vísis.
Valur hefur upp á síðkastið endursamið við Birki Má Sævarsson, Birki Heimisson, Orra Sigurð Ómarsson og Sigurð Egil Lárusson.
Arnar Grétarsson er að taka við Val eftir leiktíðina. Hægt er að lesa viðtal við hann með því að smella hérna.
Athugasemdir