Sjáðu mark Eiðs Gauta gegn ÍBV
KR-ingar unnu lífsnauðsynlegan sigur gegn ÍBV í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar. Þeir eru nú með örlögin í eigin höndum og eru öruggir með áframhaldandi veru í deildinni með sigri gegn Vestra á ísafirði næsta laugardag.
Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði sigurmarkið með glæsilegum skalla en viðurkenndi eftir leik að hann hafi ekki ætlað að reyn að skora heldur koma boltanum fyrir.
Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði sigurmarkið með glæsilegum skalla en viðurkenndi eftir leik að hann hafi ekki ætlað að reyn að skora heldur koma boltanum fyrir.
„Það var ekki eðlilega sætt (að sjá boltann í netinu). Ég verð að viðurkenna að ég ætlaði að setja boltann aftur fyrir en sem betur fer endaði hann í netinu. Það var verðskuldað, við vorum búnir að liggja á þeim í seinni hálfleik. Við hefðum bara átt að klára þetta fyrr," sagði Eiður í viðtali í beinni útsendingu hjá Sýn en markið má sjá hér að neðan.
„Við ætlum að fara vestur að vinna og það er nóg. Það er það eina sem við erum að hugsa um."
KR 2 - 1 ÍBV
1-0 Aron Sigurðarson ('55 , víti)
1-1 Oliver Heiðarsson ('57 )
2-1 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('63 )
Rautt spjald: Þorlákur Már Árnason, ÍBV ('68) Lestu um leikinn
Eiður Gauti skoraði mikilvægt sigurmark KR! ???? #bestadeildin pic.twitter.com/DdmUZup0GP
— Besta deildin (@bestadeildin) October 19, 2025
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KA | 26 | 10 | 6 | 10 | 41 - 46 | -5 | 36 |
2. ÍBV | 26 | 9 | 6 | 11 | 31 - 33 | -2 | 33 |
3. ÍA | 26 | 10 | 1 | 15 | 36 - 50 | -14 | 31 |
4. Vestri | 26 | 8 | 5 | 13 | 25 - 39 | -14 | 29 |
5. KR | 26 | 7 | 7 | 12 | 50 - 61 | -11 | 28 |
6. Afturelding | 26 | 6 | 9 | 11 | 36 - 45 | -9 | 27 |
Athugasemdir